Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. september 2020

Ríkisstjórnin veitti 25 milljónum króna í refilinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálu-reflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. 

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma upp sýningu á reflinum nemi um 50 milljónum króna.  

Nokkrar hressar konur á Hvolsvelli komu saman í síðustu viku og tóku síðustu saumsporin í refilinn. Eftir það var honum rúllað upp og hann látinn bíða þar til hann verður settur upp í varanlegt sýningarrými á Hvolsvelli. 

Það voru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem hófu verk-efnið fyrir sjö árum og sjö mánuðum. Mun betur gekk að sauma refilinn en þær reiknuðu með því þær höfðu gefið sér tíu ár í verkefnið. 

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri færði konunum blómvönd frá sveitarfélaginu þegar síðustu saumsporin voru tekin í refilinn. Hér eru þær frá vinstri, Christina, Lilja, Kristín Ragna og Gunnhildur.

Refillinn er saumaður með völdu íslensku ullargarni sem er sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið, refilsaumur er forn útsaumur sem stundaður var á víkingaöld. Saumaskapurinn hefur verið að mestu framkvæmdur af íbúum í sveitarfélaginu en auk þeirra hafa um 2.000 manns saumað í refilinn með leiðsögn.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari, listamaður og bókmenntafræðingur, er hönnuður Njálurefilsins. 

Skylt efni: Njálu-refillinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...