Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Baldur Lorange, fram­kvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvæla­stofnunar.
Jón Baldur Lorange, fram­kvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvæla­stofnunar.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. september 2017

Ríkið greiðir bændum í fyrsta skiptið „landgreiðslur“

Nú í haust geta bændur í fyrsta skipti sótt um svokallaðar landgreiðslur, sem er nýr styrkjaflokkur í nýjum búvörusamningum. 
 
Landgreiðslur eru greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Landgreiðslur eru ekki greiddar út á land sem eingöngu er nýtt til beitar og er skilyrði fyrir greiðslum m.a. að til sé viðurkennt túnkort fyrir spildur sem sótt er um framlög fyrir og að spildurnar séu uppskornar á því ári sem framlag er greitt enda liggi fyrir uppskeruskráning í jarðræktarforritinu JÖRÐ. Framlög til landgreiðslna eru 250.153.606 kr. skv. fjárlögum 2017. 
 
Jón Baldur Lorange, fram­kvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvæla­stofnunar, segir innleiðingu þessa nýja styrkjaflokks vera eitt af fjölmörgu sem nýir búvörusamningar, sem tóku gildi um síðustu áramót, fólu í sér og hefur verið áskorun fyrir starfsfólk Matvælastofnunar að bregðast við. 
 
Umsóknarfretsur til 20. október
 
,,Við gerum ráð fyrir að opna fyrir rafrænar umsóknir um landgreiðslur samhliða umsóknum vegna jarðræktarstyrkja á Bændatorginu og að við náum því í næstu viku. Umsóknarfrestur jarðræktarstyrkja hefur verið 10. september undanfarin ár en verður að þessu sinni 20. október. 
 
Skýringin er að í nýjum búvörusamningum er skilyrði fyrir framlögum skil á skýrsluhaldi í jarðrækt þar sem m.a. er gerð krafa um uppskeruskráningu ásamt skráningu á ræktun og að fyrir liggi túnkort af öllu ræktuðu landi umsækjanda.“ Umsækjandi þarf að hafa heimild til nýtingar lands, ef sótt er um stuðning fyrir landi sem ekki er í eigu hans. Ef hún liggur ekki skriflega fyrir er hægt að nálgast staðlað eyðublað hjá Bændasamtökum Íslands.
 
Mikilvægt að ljúka lögbundnu skýrsluhaldi í JÖRÐ
 
Að sögn Jóns Baldurs er þess vegna þýðingarmikið fyrir bændur að vera búnir að ganga frá lögbundnu skýrsluhaldi í jarðrækt í skýrsluhaldsforritið JÖRÐ áður en opnað er fyrir umsóknir á Bændatorginu. 
 
„Ef það hefur ekki verið gert er hvorki hægt að sækja um jarðræktarstyrki né landgreiðslur. Bændur eru flestir komnir með aðgang að JÖRÐ en þeir sem eru ekki þegar með aðgang geta leitað aðstoðar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til að halda utan um skýrsluhaldið. Þeir bændur sem hafa ekki látið teikna túnkort af þeim ræktunarspildum sem þeir hyggjast sækja um styrk vegna, og hafa heimild til að nýta, verða að snúa sér til búnaðarsambanda vegna túnkortagerðar.
 
Framlög vegna jarðræktarstyrkja í fjárlögum 2017 eru 373.611.292 kr. sem er um 150.000.000 króna hækkun frá fyrra ári. Samtals eru styrkir vegna jarðræktar og landgreiðslna því að þessu sinni  623.764.898 krónur sem undirstrikar þær nýju áherslur sem voru lagðar í nýjum búvörusamningum. Á sama tíma felur það í sér meiri ábyrgð í tengslum við stjórnsýsluframkvæmd,“ segir Jón Baldur.
 
Ljóst er að bændum verða ekki greiddar neinar bætur að þessu sinni vegna ágangs gæsa og álfta.
Framkvæmdanefnd búvörusamninga tók ekki ákvörðun um að nýta heimildina áður en frestur rann út þann 20. september.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...