Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Subaru STI E-RA  hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og  heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Subaru STI E-RA hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Mynd / Subaru Tecnica International
Á faglegum nótum 23. mars 2022

Ríflega þúsund hestafla rafknúin Subaru ofurkerra

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nú er loksins að hilla undir almennilega rafmagnskerru á mark­aðinn fyrir bændur og búalið þegar mikið liggur við yfir há­bjarg­ræðistímann í sveitinni.

Subaru Tecnica International, mótor­sportarmur Subaru, kynnti nefnilega í ársbyrjun nýjan hug­myndabíl. Þetta er rafknúinn STI E-RA með fjórum mótorum sem geta skilað allt að 1.073 hest­öflum.

Hætt er við að gamli Land Roverinn sýnist kyrrstæður og jafnvel í bakkgír þótt fjölin sé negld í botn þegar Siggi á Næstabæ svífur hljóðlaust fram úr á ofsahraða út heimreiðina á splunkunýja STI E-RA bílnum. Slíkt farartæki var kynnt sem hugmyndabíll á Tokyo Auto Salon fyrir skömmu og er hugsað til að hjálpa Subaru Tecnica International að þróa rafbíla framtíðarinnar. Með smíði á svona ofurkerru hyggjast menn öðlast reynslu og þjálfun í nýrri tækni.

Með stýringu á öllum

Hugmyndabíllinn er með „stýringum á öllum hjólum“ til að hámarka grip og auka stöðugleika í akstri. Farartækið er búið liþíum-jóna 60 kW rafhlöðu. Hún á að duga til að knýja rafmótor­ana fjóra sem eru þróaðir af Yamaha.

Samkvæmt STI er mótorinn af því sem kallað er „high-torque high-revolution“ gerð og á að geta skilað hámarksafköstum upp á 1.073 hestöfl (789 kW). Til samanburðar er einn öflugasti rafbíllinn sem kynntur hefur verið til þessa, hugmyndabíll C_Two frá Rimac sem á að skila 1.914 hestöflum (1.408 kW).

Subaru STI Solterra rafmagnsjeppi.

Einn mótor fyrir hvert hjól

STI E-RA bíllinn er með fjóra mótora sem tengdir eru beint út í hvert hjól til að tryggja hámarks svörun. Þetta kerfi er hannað samkvæmt reglugerðum sem settar eru fyrir FIA E-GT, sem gæti bent til þess að ætlunin sé að nota bílinn í keppni. STI hefur nefnt nokkur markmið fyrir STI E-RA bílinn. Þar á meðal að klára 400 sekúndna hring í Nuerburgring.

Fyrirtækið vonast til að þetta verði mögulegt á næsta ári, eftir prófanir á japönskum akstursbrautum á yfirstandandi ári.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f