Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Sporin sem um ræðir eru sögð vera eftir óþekktan áa nútíma skordýra eða orms. Út frá fótsporunum er ekki hægt að greina útlit dýrsins en vísindamenn segja að þetta séu elstu ummerki sem fundist hafa til þess um dýr með fætur.

Í grein í tímaritinu Science Advances þar sem fjallað er um fótsporafundinn segir meðal annars að dýr hafi þróað með sér fætur til að fara á milli staða, byggja sér athvarf, berjast með og finna með fæðu. Þróun fóta hefur því haft fjölþætt áhrif á þróun lífsins á jörðinni og þeirra dýra sem fetuðu í fyrstu fótsporin.

Fótsporasteingervingurinn fannst í Yangtse-gilinu í Suður-Kína milli tveggja steinlaga sem hafa verið greind á milli 541 til 551 milljón ára gömul. Elstu fótspor sem áður hafa fundist hafa verið greind sem 10 til 20 milljón árum yngri og er talið að sprenging í þróun lífsins á jörðinni hafi átt sér stað á því tímabili.

Talið er að fótsporin séu eftir kvikindi sem gekk í blautum jarðvegi við árbakka áður en að dýr höfðu flutt sig upp á þurrt land að neinu ráði. Ekki hefur verið ráðið af fótsporaleifunum hversu mörg fótapör kvikindið hefur haft og því af hvaða flokki smádýra. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...