Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Sporin sem um ræðir eru sögð vera eftir óþekktan áa nútíma skordýra eða orms. Út frá fótsporunum er ekki hægt að greina útlit dýrsins en vísindamenn segja að þetta séu elstu ummerki sem fundist hafa til þess um dýr með fætur.

Í grein í tímaritinu Science Advances þar sem fjallað er um fótsporafundinn segir meðal annars að dýr hafi þróað með sér fætur til að fara á milli staða, byggja sér athvarf, berjast með og finna með fæðu. Þróun fóta hefur því haft fjölþætt áhrif á þróun lífsins á jörðinni og þeirra dýra sem fetuðu í fyrstu fótsporin.

Fótsporasteingervingurinn fannst í Yangtse-gilinu í Suður-Kína milli tveggja steinlaga sem hafa verið greind á milli 541 til 551 milljón ára gömul. Elstu fótspor sem áður hafa fundist hafa verið greind sem 10 til 20 milljón árum yngri og er talið að sprenging í þróun lífsins á jörðinni hafi átt sér stað á því tímabili.

Talið er að fótsporin séu eftir kvikindi sem gekk í blautum jarðvegi við árbakka áður en að dýr höfðu flutt sig upp á þurrt land að neinu ráði. Ekki hefur verið ráðið af fótsporaleifunum hversu mörg fótapör kvikindið hefur haft og því af hvaða flokki smádýra. 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...