Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu
Fréttir 3. apríl 2023

Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: ghp

Riða hefur greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Unnið er að undirbúningi aðgerða samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð.

,,Í síðustu viku höfðu bændurnir á bænum samband við Matvælastofnun og tilkynntu um veikar kindur með einkenni sem gætu bent til að um riðu væri að ræða. Starfsfólk stofnunarinnar fór á bæinn og tók sýni. Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest greiningu á riðu. Undirbúningur aðgerða er hafinn. Á bænum eru 690 kindur og verður þeim öllum lógað eins fljótt og kostur er. Sýni verða tekin úr fénu til rannsóknar á riðu og arfgerðagreiningar. Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Í ljósi þess að mest hætta er á smitdreifingu við sauðburð er mikilvægt að þeim kindum verði einnig lógað sem fyrst.

Bærinn er í Miðfjarðarhólfi en riða hefur aldrei greinst í því og það því fallið undir skilgreininguna ósýkt svæði, sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Vegna þessarar greiningar er hólfið nú skilgreint sem sýkt svæði. Sú megin breyting sem það hefur í för með sér er að óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé," segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Upplýsingasíða Matvælastofnunnar um riðu.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...