Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu
Fréttir 3. apríl 2023

Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: ghp

Riða hefur greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Unnið er að undirbúningi aðgerða samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð.

,,Í síðustu viku höfðu bændurnir á bænum samband við Matvælastofnun og tilkynntu um veikar kindur með einkenni sem gætu bent til að um riðu væri að ræða. Starfsfólk stofnunarinnar fór á bæinn og tók sýni. Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest greiningu á riðu. Undirbúningur aðgerða er hafinn. Á bænum eru 690 kindur og verður þeim öllum lógað eins fljótt og kostur er. Sýni verða tekin úr fénu til rannsóknar á riðu og arfgerðagreiningar. Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Í ljósi þess að mest hætta er á smitdreifingu við sauðburð er mikilvægt að þeim kindum verði einnig lógað sem fyrst.

Bærinn er í Miðfjarðarhólfi en riða hefur aldrei greinst í því og það því fallið undir skilgreininguna ósýkt svæði, sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Vegna þessarar greiningar er hólfið nú skilgreint sem sýkt svæði. Sú megin breyting sem það hefur í för með sér er að óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé," segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Upplýsingasíða Matvælastofnunnar um riðu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...