Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Reyniviður og skaðvaldar
Á faglegum nótum 3. nóvember 2025

Reyniviður og skaðvaldar

Höfundur: Brynja Hrafnkelsdóttir og Helga Ösp Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Landi og skógi.

Nú þegar langt er liðið á haustið hefur gróðurinn hafið sína vegferð að vetrardvala með sinni haustlitadýrð sem er hluti af einstakri upplifun haustsins. Ein af þeim trjátegundum sem áberandi eru á haustin er reyniviður, með sínum fjölbreyttu haustlitaafbrigðum, rauðum reyniberjum og kátum og sísyngjandi fuglum.

Reyniviður er ekki laus við skaðvalda þó fáir séu enn sem komið er. Algengasti sjúkdómurinn á ilmreyni er reyniáta ( Cytospora rubescens) sem er átusjúkdómur og finnst um allt land, er þó algengari við ströndina en í innsveitum og getur valdið verulegu tjóni. Einkenni reyniátu eru að börkurinn á greinum eða stofni dökknar og verður innfallinn með tímanum, gróhirslur myndast síðan undir berkinum og sveppgró spýtast út í gegnum börkinn sem rauður áberandi massi. Helsta aðgerðin gegn reyniátu er að notast við efnivið til ræktunar sem hefur mótstöðu gegn sjúkdómnum. Einnig er hægt að fjarlægja sýktar greinar sem þarf þó að gerast að frá því síðla vetrar og fram á vor þegar engin sveppgró eru í lofti. Gróin fara að myndast á sumrin og eru á sveimi fram í vetrarfrost. Á þessu tímabili er trjánum hætt við sýkingu og geta ekki varist árás sveppsins meðan sveppgró eru enn í lofti.

Annar sjúkdómur á reyniviði er hornryð (Gymnosporangium cornutum) en það er ryðsveppur sem nýtir sér eini sem millihýsil og hefur þess vegna verið þekktur sem einireyniryð. Ryðgróin finnast á nálum einis en eru ekki mjög áberandi. Gróstigið sem finnst á reyniviði myndar sérkennilegan vöxt og minnir einna helst á horn en þaðan kemur tenging við nafnið. Hornryð vex eingöngu þar sem einir og reyniviður vaxa saman og veldur sáralitlu tjóni á reyniviði.

Reyniviður á Íslandi hefur verið nokkuð laus við alvarlegar skemmdir eftir meindýr en þó nærast einhverjar fiðrildategundir stundum á honum á lirfustigi, eins og haustfeti (Operophtera brumata) og ertuygla (Ceramica pisi).

Nýlegir skaðvaldar hafa þó fundist sem leggjast á reynivið. Þar á meðal er kláðasveppur (Venturia orbiculata) sem fannst fyrst hér á landi árið 2022 skv. sveppatali Náttúrufræðistofnunar en nú finnst hann á Vestur-, Suður- og Austurlandi. Einkenni kláðasveppsins eru smáir dökkleitir blettir á laufblöðum ásamt svörtum blettum á reyniberjum sem geta að lokum þakið berin alfarið þannig að þau visna og falla. Hann getur valdið ótímabæru lauffalli ásamt áhrifum á fræþroska. Erlendis veldur sjúkdómurinn ekki miklum skaða á trénu sjálfu ef aðstæður eru annars góðar en áhrif hérlendis eiga eftir að koma betur í ljós. Ekki er þörf á sérstökum aðgerðum en hægt er að hreinsa upp fallin lauf og ber að hausti til að minnka smitmagn.

Reyniglitmölur (Argyresthia conjugella) leggst á reynivið en hann fannst hér fyrst árið 2023 og finnst enn sem komið er eingöngu á Austurlandi. Um er að ræða fiðrildalirfu sem lifir á blómum ilmreynis á lirfustigi og hefur því áhrif á fræþroska reynisins. Þar sem hann hefur svo nýlega numið land er ekki vitað hversu mikið hann skaðar reynivið hérlendis.

Hér hefur verið fjallað um þá skaðvalda sem lifa á reyniviði hérlendis. Þótt þessi trjátegund hafi sloppið nokkuð vel við meindýr og sjúkdóma hingað til, samanborið við aðrar tegundir, hefur skaðvöldum á reyni fjölgað undanfarin ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...