Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blaðlauks- og kartöflusúpa með reyktri ýsu.
Blaðlauks- og kartöflusúpa með reyktri ýsu.
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, takk fyrir, og ekki spillir fyrir að bæta rjóma eða smjöri saman við til að fá bragðið til að smella saman.

Svona samsettur matur rennur ljúflega niður í svartasta skammdeginu og gefur okkur orku til að brosa framan í veðrið sem febrúar getur tekið upp á að bjóða okkur. Tvær einfaldar uppskriftir eru hér lagðar til sem nýta þessi hráefni og athygli vakin á að hvíti hluti blaðlauksins er nýttur í plokkfisk, og græni hlutinn í súpu. Engu sóað af verðmætum hráefnum. Það er tilvalið að gera þessa rétti báða með örfárra daga millibili til að nýta innkaupaferðina og hráefnin sem best.

Við notum töluvert af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við reyktan fiskinn. Plokkfisk er algengast að nota ýsu og þorsk en ekkert er að því að prófa aðrar tegundir. Þá er líka sniðug tilbreyting að nota saltfisk, nætursaltaðan fisk eða reykta ýsu eins og við leggjum til hér. Grunnuppskrift að plokkfiski inniheldur alltaf lauk, kartöflur og hvítan jafning sem nefnist „bechamel“ á kokkaútlensku. Svo má leika sér með bragðið, að gratinera réttinn í ofni, bæta við kryddi s.s. karrí o.s.frv.

Blaðlauks- og kartöflusúpa með reyktri ýsu

3 meðalstórir blaðlaukar, græni hlutinn 
100 g smjör
1/2 l grænmetissoð
500 g kartöflur, skrældar rjómi
salt
sítrónusafi
reykt ýsa, soðin

Snyrtið blaðlaukinn og skerið frá og hendið ónothæfum blöðum sem oft eru efst á honum. Skerið í tvennt þar sem græni hlutinn mætir hvítari hlutanum, notið græna hlutann og kljúfið eftir endilöngu og saxið, leggið í stóra skál með köldu vatni og skolið vel til að fjarlægja sand og mold, leyfið að liggja í vatninu í nokkrar mínútur og takið því næst blaðlaukinn upp úr vatninu með höndunum eða fiskispaða. Þá sjáið þið óhreinindin sem sitja eftir á botni skálarinnar. Leggið blaðlaukinn á þurrt stykki og þerrið. Setjið víðan pott á hægan hita og svitið blaðlaukinn í smjörinu í nokkrar mínútur, hann á alls ekki að brúnast. Skerið kartöflur frekar smátt til að flýta fyrir eldun og bætið í pottinn ásamt grænmetissoðinu og látið sjóða í 10 mín. eða þar til kartöflurnar eru soðnar, bætið rjómanum í og hleypið suðunni upp. Færið þá í blandara og maukið þar til verður silkimjúkt, smakkið til og berið fram með soðinni ýsunni. Tilvalið að bera fram með brauðteningum og ferskum jurtum.

Plokkfiskur með reyktri ýsu og blaðlauk.

Plokkfiskur með reyktri ýsu og blaðlauk

Við notum töluvert af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við fiskinn og kartöflurnar.

2 laukar
3 meðalstórir blaðlaukar, hvíti hlutinn
2 hvítlauksrif
2 msk. matarolía
100 g smjör
3 dl hveiti
4 1⁄2 dl mjólk
1 tsk. salt
svartur nýmulinn pipar
1 kg soðin reykt ýsa
350 g soðnar kartöflur, í bitum
100 g rifinn ostur

Snyrtið blaðlaukinn og skerið frá og hendið ónothæfum blöðum sem oft eru efst á honum. Skerið blaðlaukinn í tvennt við þar sem græni hlutinn mætir hvítari hlutanum, notið hvíta hlutann og kljúfið eftir endilöngu og saxið, leggið í stóra skál með köldu vatni og skolið vel til að fjarlægja sand og mold, leyfið að liggja í vatninu í nokkrar mínútur og takið því næst blaðlaukinn upp úr vatninu með höndunum eða fiskispaða. Þá sjáið þið óhreinindin sem sitja eftir á botni skálarinnar. Þerrið blaðlaukinn, skrælið lauk og hvítlauk og saxið. Mýkið allan lauk á hægum hita upp úr matarolíu í nokkrar mínútur, hann á alls ekki að brúnast! Takið til hliðar. Bræðið smjör í víðum potti, stráið hveiti yfir og hrærið vel sam­ an. Hellið mjólk saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt. Látið sjóða við vægan hita í 20 mínútur og pískið reglulega í á meðan, þessi sósa brennur mjög hratt við og þarf stöðuga athygli. Bætið fiski og kartöflum í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk.Setjið plokkfiskinn í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir, setjið í 180 °C heitan ofn í 20 mínútur eða þar til osturinn brúnast.

Berið fram með salati og góðu brauði, en í öllum bænum, munið að nú er ekki rétti tíminn til að spara smjörið!

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...