Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reykir
Bóndinn 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018. Í kringum 2015 var gamla fjósinu breytt úr hesthúsi í nautahús og  keyptar voru holdakýr og íslenskir smákálfar til kjötframleiðslu. 

Með búskapnum er Dagur í sánings- og rúlluverktöku. Elín, móðir Dags, var byrjuð í skógrækt árið 2009 og er áætlað um 80 ha í skógrækt. Rebekka er uppalin í Hrísey. Hún flutti í Reyki til Dags í mars á þessu ári en bjó síðast í Svarfaðardal.

Býli:  Reykir.

Staðsett í sveit:  Lýtingsstaðahreppi hinum forna, Skagafirði.

Ábúendur: Dagur Torfason og Rebekka Rún Helgadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Dagur, Rebekka, Ingigerður, systir Dags, kötturinn Óskar og tíkin Aría.

Stærð jarðar?  Jörðin er um 450 ha auk upprekstrarlands á Mælifellsdal.

Gerð bús? Nautakjötsframleiðsla, skógrækt og verktaka.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 100 nautgripir, 10 hestar, 11 hænur, 70.000 býflugur og nýlega 6 kindur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir bæði inni í fjósi og úti hjá kúnum. Svo er unnið í tilfallandi verkefnum yfir miðjan daginn sem stjórnast eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast þykir okkur þegar kýrnar eru ekki á sínum stað innan girðingar, þær rekast illa eða ekki neitt. 

Að slá þegar er góð uppskera og gefa vel heppnað fóður er skemmtilegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, vonandi verða holdakýrnar orðnar eitthvað fleiri og betra nauthús komið í notkun. Möguleikar á ferðaþjónustu eru einnig til staðar.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum?  Helstu tækifærin eru kornrækt til manneldis, vinnsla og sala beint frá býli og skógrækt. Annars eru tækifærin endalaus.

Að fá tæki til að kyngreina sæði ætti að vera eitt stærsta hagsmunamál íslenskra kúabænda. Það gæti hraðað kynbótum í mjólkurframleiðslu og hver einasti íslenski nautkálfur í kjötframleiðslu gæti verið af holdakyni.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ab-mjólk, mjólk, ostur, smjör, skyr, lifrarpylsa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik með bernes.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ein kvígan festi söltunartunnu á hausnum á sér og endaði úti í á. Þar stóð hún þar til henni var komið til bjargar stuttu síðar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...