Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum
Fréttir 10. desember 2014

Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar innfæddra í S-Ameríku á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í Lima lýstu áhyggju um að gengið verði á réttindi þeirra og lífviðurværi vegna áætlana um stórfelda skógrækt í álfunni.

Mannréttindi innfæddra víða um heim hafa verið gróflega brotinn af ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum í tengslum við skógarhögg, olíu- og námuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Innfæddir sem hafa mótmælt áformum um skógarhögg hafa víða verið fangelsaðir og jafnvel teknir af lífi af her og lögreglu eða öryggisgæslumönnum stórfyrirtækja og glæpagengjum sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Fulltrúarnir segjast hafa áhyggjur af því að hið sama muni gerast þegar kemur að endurheimt skóglendis þegar stjórnvöld, stórfyrirtæki og umhverfissamtök munu keppast um yfirráð yfir landi til að rækta á skóga. Þeir segjast einnig hafa áhyggjur af því hvers konar land verður nýtt undir skógræktina.

Endurheimt skóglendis er helsta besta aðferðin sem þekkt er til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og talið að verslun með koltvísýringskvóta eigi eftir að verða verulega ábótasöm í framtíðinni fyrir þá sem eiga stór skóglendi.

Innfæddir óttast einnig að ekki verði nægjanlega tekið tillit til náttúrulegrar fjölbreytni við val á trjáplöntun og að einungis verði valdar tegundir sem skili mestum árangri á skömmum tíma og að skógarnir verði því einsleitir.

Um 400 milljón manns í heiminum teljast til innfæddra sem lifa í skógum og lifi af skógarnytjum.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...