Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rekstur sauðfjárbúa 2022
Á faglegum nótum 29. febrúar 2024

Rekstur sauðfjárbúa 2022

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautar í sauðfjárrækt hjá RML

Í nýrri skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er fjallað um niðurstöður úr rekstri 193 sauðfjárbúa sem skiluðu inn gögnum fyrir árin 2020–2022

Þátttökubúin eru með að jafnaði 480 vetrarfóðraðar ær og endurspegla rúmlega 27% af landsframleiðslu dilkakjöts árið 2022.

Í meðfylgjandi töflu má sjá afkomu þessara búa, raðað eftir framlegð tekna. Niðurstöðurnar sýna að afkoma íslenskra sauðfjárbúa batnaði heldur árið 2022, en er að meðaltali óviðunandi og breytileiki milli búa er nokkuð mikill.

Helstu tækifæri sauðfjárbænda liggja í aukinni afurðasemi og lægri breytilegum kostnaði á hvert framleitt kíló dilkakjöts. Munurinn á breytilegum kostnaði efsta og neðsta þriðjungs eru 405 kr./kg árið 2022 og hefur vaxið á milli ára.

Framleiðslukostnaður dilkakjöts, án fjármagnsliða og afskrifta, er að meðaltali 1.535 kr./kg árið 2022.

Mikill breytileiki er eftir stærð búa og fer framleiðslukostnaðurinn stiglækkandi með aukinni bústærð þar sem einstaka kostnaðarliðir deilast á fleiri kíló.

Framleiðslukostnaður dilkakjöts að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum er 1.882 kr./kg árið 2022. Merki eru um bætta afkomu þátttökubúanna árið 2022 en þau tengjast að nokkru leyti hækkun á afurðaverði og einskiptisgreiðslum frá ríki, en einnig af auknum tekjum af öðru en sauðfjárrækt.

Hefði afurðaverð dilkakjöts haldið í við almenna verðlagsþróun frá 2014 til 2022, hefði meðalafurðaverð átt að vera 789 kr./kg en var þess í stað 748 kr./kg sem er 40% hækkun frá fyrra ári.

Á árinu 2022 reiknast tap sauðfjárræktar að meðaltali 106 krónur á kg dilkakjöts. Það hefði orðið enn meira ef ekki hefðu komið til einskiptisgreiðslur úr ríkissjóði.

Miðað við meðalatvinnutekjur á Íslandi árið 2022, 624 þúsund krónur á mánuði, eru mánaðarlaun sauðfjárbúa aðeins 45,5% af meðallaunum í landinu.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæta þurfi rekstrarumhverfi sauðfjárbúa þannig að beinar tekjur af framleiðslu sauðfjárafurða standi undir eðlilegri launakröfu, nauðsynlegum fjárfestingum, tæknivæðingu og nýliðun.

Gagnasafn þessa verkefnis nær nú frá árinu 2014 og vaxandi fjöldi búa ár hvert. Á mynd 1 má sjá hlutfallslega skiptingu tekna ásamt EBITDA% af veltu sauðfjárræktar eftir árum.

Mynd 1 - Hlutfallslega skipting afurðatekna og opinberra greiðslna eftir árum frá árinu 2014. Rauða línan sýnir EBITDA sem hlutfall af veltu sauðfjárræktar eftir árum.”

Á mynd 2 má sjá hlutfallslega skiptingu helstu kostnaðarliða eftir árum.

Mynd 2 - Hlutfallslega skipting kostnaðar eftir árum frá árinu 2014.

Verkefnið stendur á tímamótum þar sem því lauk formlega árið 2023 samkvæmt þeim samningi sem undirritaður var sumarið 2021 milli ráðuneytis, Landssamtaka sauðfjárbænda og RML.

Sambærileg verkefni eru rekin innan RML og hafa þau ásamt þessu verkefni margsannað gildi sitt. Verkefninu verður því, samkvæmt stjórnendum RML, tryggð áframhaldandi fjármögnun fram til næstu búvörusamninga en ljóst er að huga þarf sérstaklega að fjármögnun þessara verkefna til framtíðar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...