Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Rekstrarskilyrðin ekki til staðar
Fréttir 15. ágúst 2025

Rekstrarskilyrðin ekki til staðar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Afurðaverð til sauðfjárbænda fyrir komandi sláturtíð nær ekki að halda í við verðlagsþróun, þegar tekið er tillit til reiknaðs meðalverðs kjötafurðastöðva.

Deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands lýsir vonbrigðum með það afurðaverð sem kynnt hefur verið. Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands hækkar afurðaverð að meðaltali um 2,2% fyrir kíló dilkakjöts og 1% fyrir fullorðið fé.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda, segir að meðalverð afurðastöðvanna hefði þurft að halda í við verðlagsþróun til að fylgja eftir þeirri leiðréttingu sem verið hefur á afurðaverði síðustu ára. Hann bendir þó á að Sláturfélag Suðurlands hafi hækkað sína afurðaverðskrá um 4% og þannig fylgt almennu verðlagi.

Í Morgunblaðinu á dögunum var haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, forstjóra Kjarnafæðis Norðlenska, að afurðaverðshækkanir hefðu orðið umfram verðlagsþróun á síðustu árum. Sú 17% meðaltalshækkun sem varð haustið 2024 hafi verið vegna þeirrar væntanlegu hagræðingu sem ráðast átti í, en frestaðist vegna dómsmála þar sem skorið var úr um lögmæti nýrra búvörulaga frá vorþingi 2024. Í þeim var kjötafurðastöðvum veitt undanþága frá samkeppnislögum til aukins samstarfs og sameininga.

Fjármögnun búvörusamninga

„Sauðfjárbændur binda vonir við að fjármögnun búvörusamninga verði einnig leiðrétt með auknu fjármagni – slíkt er forsenda þess að sauðfjárbændur geti fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í eigin rekstri,“ segir Eyjólfur spurður um væntingar sauðfjárbænda til næstu ára. Meðal annars með tilliti til mögulegrar hagræðingar í kjötafurðastöðvageiranum með undanþáguákvæðinu frá samkeppnislögum.

„Rekstrarskilyrðin eru ekki til staðar í dag og í raun virka engin kerfi sem eru undirfjármögnuð. Sauðfjárbændur vilja ekki kollvörpun á starfsumhverfi sínu en það má bæta ýmis atriði. Hvað stendur í 71. gr. búvörulaga hefur lítil áhrif á væntingar okkar til lengri tíma því verkefnið er að tryggja viðgang sauðfjárræktar því frekari fækkun og samdráttur getur haft verulega neikvæð áhrif á búsetu og byggð á dreifbýlli svæðum landsins,“ segir Eyjólfur enn fremur.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...