Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reka dýragarð heima á hlaði
Fréttir 3. júlí 2015

Reka dýragarð heima á hlaði

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu systurnar Sara Bjarnadóttir, þrettán ára og Linda Bjarnadóttir, sextán ára, að stofna húsdýragarð heima hjá sér á Hraðastöðum í Mosfellsdal fyrir tveimur árum þegar þær vantaði sumarvinnu. Nú taka þær á móti fjöldanum öllum af gestum á hverju sumri og vonast til að húsdýragarðurinn sé kominn til að vera.

„Þetta var eiginlega hugmynd út í loftið sem við fengum árið 2013. Foreldrar okkar höfðu tekið á móti leikskólahópum í rúm 10 ár svo það var allt hér til staðar fyrir okkur. Við höfðum enga sumarvinnu á þessum tíma nema þá hjá Mosfellsbæ og okkur fannst þetta vera betri kostur fyrir okkur. Draumurinn er síðan að mamma og pabbi geti hætt að vinna og að við getum öll verið hér heima að sjá um reksturinn,“ útskýrir Sara en þær systur hafa tekið á móti um 30 hópum það sem af er sumri.

Vonandi framtíðarstarfið

Það er ýmislegt sem þær systur bjóða upp á þegar kemur að sveitaheimsóknunum og fyrir utan leikskóla- og skólahópana koma starfsmannahópar til þeirra og einnig er í boði að halda afmælisveislur á staðnum þannig að fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

„Það er rosalega gott að geta unnið heima hjá sér, mér finnst það mikill kostur og því lá það beinast við þegar okkur vantaði sumarvinnu og við vorum með öll dýrin hér á staðnum að prófa að opna húsdýragarð.  Ég vonast til að þetta geti orðið framtíðarstarfið okkar beggja. Í fyrra breyttist traffíkin mikið hjá okkur því þetta spurðist meira út og við finnum hvað það virkar vel að vera á Facebook,“ segir Linda og aðspurðar um hvað starfsemin gefi þeim helst eru þær systur fljótar til svars: „Það er svo skemmtilegt að upplifa hvað fólk er ánægt og áhugasamt um dýrin og sveitalífið,“ segir Linda og Sara bætir við: „Þetta er alveg æðislegt og það sem mér finnst svo gaman er hvað foreldrar hafa mikinn áhuga á að skoða og sýna börnunum sínum sveitina.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f