Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reiknar þú með búfjáráburði?
Lesendarýni 28. febrúar 2017

Reiknar þú með búfjáráburði?

Það er krefjandi að vera bóndi.  Aðstæður eru síbreytilegar og ákvarðanir gærdagsins þarf að endurskoða út frá nýjum forsendum í dag.  Þetta á ekki síður við um áburðaráætlanir og áburðarkaup.  
 
Hvaða áburðarþarfir á ég að miða við?  Hvaða áburður uppfyllir mínar kröfur? Skipta áburðargæðin máli?  Hver býður hagstæðustu kjörin?  Endanleg ákvörðun er tekin út frá samspili fjölmargra þátta en markmiðið er auðvitað að tryggja gæði uppskeru og lágmarka kostnað. Það má ná fram miklum sparnaði með því að nýta sem best búfjáráburð.  Ein leiðin til þess er að taka sýni og greina efnainnihald búfjáráburðar.
 
Dreifing búfjáráburðar getur verið vandasöm. Tæknilega er erfitt að ná jafnri dreifingu og ekki síður getur verið krefjandi að hitta á besta dreifingartímann. Þá getur verið mikill munur á efnamagni og þurrefni búfjáráburðar milli búa og innan bús t.d. ef illa gengur að hræra upp í hauggeymslu. 
 
Algengt er að við notum töflugildi til þess að ákvarða áburðargildi búfjáráburðar. Þau gildi eru fundin út frá niðurstöðum efnagreininga á búfjáráburði. Leiðbeinandi gildi fyrir nýtanlegt köfnunarefni í kúamykju (7,4 % þe.) er 2,1 kg NH4 N/tonn. Hins vegar er mikill breytileiki í áburðargildi milli búa sem skýrist einkum af mismunandi efnahlutföllum í fóðri og meðhöndlun búfjár­áburðar.  
 
Taflan hér fyrir neðan er sett fram með það að markmiði að sýna fram á þann mikla breytileika sem getur verið í áburðargildi búfjáráburðar eftir efnainnhaldi og þurrefni. Þessi breytileiki getur verið vegna mismunandi efnainnihalds en hann getur líka verið vegna meðhöndlunar t.d. dreifingartíma.
 
Ef borin eru á 20 t af mykju með 7% þurrefni þá má gera ráð fyrir að það skili 42 kg N/ha. Ef hins vegar horft er til hæstu og lægstu gildanna sem taflan sýnir má gera ráð fyrir að mykjan skili á bilinu 22 - 62 kg N/ha. Notkun á töflugildum getur því auðveldlega leitt til of eða vanmats á köfnunarefni sem nemur 15-20 kg/ha. 
 
Jafnframt má velta því fyrir sér hvað búfjáráburðurinn getur skilað af næringarefnum eftir því hvort nýtingin er góð eða slæm. Gefum okkur að þegar dreift er utan hefðbundins tíma sé nýtingin aðeins 1,1 kg NH4 N / tonn og þegar dreift er á kjörtíma sé nýtingin 3,1 kg NH4 N / tonn.  Þetta eru auðvitað áætlaðar tölur en geta verið lýsandi fyrir þær aðstæður sem upp geta komið. Ef borin eru á 20 tonn af mykju með 7% þurrefni þá getur munað allt að 30-40 kg N/ha í nýtingu búfjáráburðar. 
 
Það má bæta verulega nákvæmni við áburðargjöf með því að láta mæla þurrefni og efnainnhald búfjáráburðar. Hér hefur aðeins verið rætt um hlut köfnunarefnisins en önnur næringarefni skipta hér líka máli og gefa sömu möguleika til sparnaðar.
 
Vel unnin áburðaráætlun tekur mið af áburðarþörfum sem byggja á rannsóknum og reynslu, þar sem jafnframt er stuðst er við niðurstöður hey- og jarðvegssýna. Búfjáráburði þarf að dreifa á þeim tíma sem nýtingin verður sem best. Greining á efnamagni búfjáráburðar kostar 11.000–12.000 og er ódýr leið til að tryggja hámarks nýtingu áburðarefna sem tryggir gæði og hagkvæmni við fóðuröflun.
 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi.
Höfundur er umboðsmaður fyrir Yara áburð.

Skylt efni: búfjáráburður

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...