Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reiðkennsla hentar mér vel
Líf og starf 19. desember 2016

Reiðkennsla hentar mér vel

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reynir Atli Jónsson, oddviti í Langanesbyggð, er hestamaður af lífi og sál. Hann tekur að sér að temja hesta og kennir börnum reiðmennsku bæði hérlendis og í Þýskalandi.

„Ég bý á Þórshöfn en er með aðstöðu fyrir hesta á Gunnars­stöðum,“ segir Reynir. „Sem oddviti sé ég um fundarstjórn á sveitarstjórnarfundum og tek þátt í ákvörðunartökum sem tengjast sveitarfélaginu.“

Með aðstöðu fyrir hesta á Gunnarsstöðum

„Hvað hestamennsku varðar reyni ég að vera með eins fjölbreytta aðstöðu og ég get hér að Gunnarsstöðum og vera með alla anga úti til að afla verk­efna. Á haustin tek ég iðulega að mér hesta í frumtamningu.“

Reynir segist hafa unnið við hesta síðan um aldamótin 2000. „Ég hef reyndar umgengist hesta frá því ég var barn og með hestadellu frá því að ég fæddist. Árið 2000 fór ég til Danmerkur til að vinna með hesta og ári seinna á Hóla og kláraði síðan reiðkennaranámið þar 2006.“

Að sögn Reynis á hann ekki mikið af hestum sjálfur enda er hann mikið á þvælingi og er hann því aðallega að temja fyrir aðra. „Ég er með átta hross í tamningu eins og er, sem flest koma af Austfjörðum. Ég er svo heppinn að hafa kynnst mörgum góðum hestum í gegnum tíðina en farsælasti hesturinn sem ég hef tamið frá grunni er Hektor frá Þórshöfn sem komst í úrslit á fjórðungsmóti hestamanna. Hektor er frábær hestur og með nánast óraunverulegar víddir í gangtegundum.“

Reiðkennsla skemmtileg

Reynir segir að þrátt fyrir að oft séu miklir peningar í hestamennsku sé hann ekki að þessu þeirra vegna. „Í mínum huga er hestamennska lífsstíll og líf sem ég kann vel við. Ég kenni líka talsvert á reiðnámskeiðum bæði hér heima og erlendis.“

Síðastliðið sumar var Reynir í Þýskalandi að kenna reiðmennsku auk þess sem hann kennir börnum að sitja hesta á Æskulýðsdögum í Norðfirði. „Námskeiðin standa í þrjá daga og allt að fjörutíu krakkar sem mæta. Sjálfum finnst mér mjög gaman að kenna á þessum námskeiðum og reyndar yfirleitt að kenna börnum og fullorðnum að umgangast hesta.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...