Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reglur um heyinnflutning til Noregs frá Íslandi rýmkaðar
Fréttir 13. ágúst 2018

Reglur um heyinnflutning til Noregs frá Íslandi rýmkaðar

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Norska matvælastofnunin, Mattilsynet, hefur endurskoðað reglur um innflutning á heyi og hálmi til Noregs frá Íslandi. Í stað þess að banna innflutning frá ákveðnum svæðum á Íslandi verður farið eftir því hvort einstaka bæir hafa verið lausir við riðu- og garnaveiki síðustu tíu ár. Þetta einfaldar innflutning á heyi til Noregs og gefur fleiri íslenskum bændum, sem áður voru skilgreindir á bannsvæðum, tækifæri til útflutnings.

Sömu reglur og á evrópska efnahagssvæðinu

Eftir endurskoðun Mattilsynet er hey frá Íslandi meðhöndlað við innflutning líkt og frá öðrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Áður var talað um að innflutningur frá Íslandi væri frá „þriðja landi“ líkt og Kanada eða Bandaríkin. Því hefur nú verið breytt. Áhætta sem fylgir innflutningi frá Íslandi er flokkuð sem lág eða miðlungs frá öllu landinu svo framarlega sem heyið sé frá bæjum þar sem ekki hefur orðið vart við riðu- eða garnaveikismit síðustu 10 árin. Áhættan minnkar ef um er að ræða bæi þar sem búfjáráburður hefur ekki verið notaður síðustu tvö árin.

Þar sem Ísland flokkast nú ekki lengur sem þriðja land þarf hey ekki að fara í gegnum eftirlit dýralækna í Noregi og innflytjandi þarf ekki að greiða eftirlitsgjöld né skrá innflutninginn í eftirlitskerfið TRACES. Ekki er heldur krafist heilbrigðisvottorðs frá Íslandi og þar með er ekki þörf á aðkomu Mast þegar til útflutnings kemur.

Þarf ekki heilbrigðisvottorð

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að heilbrigðisvottorð sem Matvælastofnun hefði annars gefið út þurfa ekki fylgja sendingum af heyi til Noregs eins og Norðmenn kröfðust áður. Þar með eru heldur engar takmarkanir á því hvaða uppskipunarhöfn er notuð í Noregi.

„Ákvörðunin breytir stöðu málsins verulega. Útflutningur á heyi til Noregs er því á ábyrgð þess sem kaupir heyið frá Íslandi og flytur það síðan til Noregs. Innflytjendur sem kaupa hey frá Íslandi og flytja til Noregs þurfa að vera skráðir hjá Mattilsynet. Ennfremur þarf móttakandi / notandi heysins í Noregi að vera skráður. Útflytjandinn þarf að útbúa yfirlýsingu þess efnis að heyið innihaldi ekki spírunarhæf fræ af flughöfrum (Avena fatua),“ segir í tilkynningu Mast.

Heyframleiðandi þarf að merkja heyið til samræmis við reglugerð nr. 767/2009/ESB og kafla 6 í fóðurbæklingi (feed catalogue) (reglugerð nr. 68/2013/ESB). 

Innflutningsaðilar á heyi þurfa eftir sem áður að skrá sig hjá Mattilsynet í Noregi. Í upplýsingum á vef þess kemur fram að þeir séu ábyrgir fyrir því að innflutt fóður sé í lagi og sé ekki skaðlegt mönnum eða skepnum. Það má ekki innihalda plöntuskaðvalda né óæskilegar plöntur. Innflutningur á fóðri er aldrei laus við áhættu og þess vegna eru innflutningsaðilar beðnir að gæta varúðar og fara að tilmælum yfirvalda, segir á vef Mattilsynet.

Í frétt á bbl.is í síðustu viku var sagt frá því að Mattilsynet væri að endurskoða reglur um innflutning frá Íslandi og að Matvælastofnun á Íslandi setti engar reglur um útflutning á heyi og engin skilyrði til slíks útflutnings. Vitnað var í Hjalta Andrason, fræðslustjóra Mast, sem sagði öll skilyrði sett af innflutningslandi eins og almennt er með heilbrigðisvottorð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...