Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Refshalabragur
Lesendarýni 14. mars 2016

Refshalabragur

Höfundur: Rúnar Kristjánsson
Í þarsíðasta tölublaði Bænda­blaðsins var ­mik­­ill pistill þar sem Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Djúp, lagði út af þingsályktunartillögu. Var þar um að ræða tillögu Róberts Marshall alþingismanns um eflingu rannsókna á vistfræði melrakkans. 
 
Við lestur á þessum mikla pistli varð Rúnari Kristjánssyni að orði:
 
Við refshala ráð sitt binda
rannsóknar teymi gleið.
Vörn þar um varga mynda,
víkja þar hvergi af leið.
Lífsrétti lamba og kinda
leyfa ekki kjörin greið.
Leggja til leiðsögn blinda,
lofandi falskan seið!
 
Makráðar menntahræður
mæna í gegnum rör.
Heimskan þar hugsun ræður,
hyllir öll villusvör.
Andlegar innistæður
eru þar hvergi í för.
Því hefur skolli skæður
skínandi vaxtarkjör!
 
Þarf ekki það að efa,
þar með er stefnt í grand.
Kerfið með krepptum hnefa
kýlir svo margt í strand.
Sérfræðin sést þar vefa
svikræðis vistarband.
Sælulíf radíó-refa
rækta skal vítt um land!
 
Eykur á meinsemd marga
myglunnar kerfishús.
Hjörðin sem ver þar varga
villunni þjónar fús.
„Refum er ráð að bjarga,
rétt eins og smæstu lús.“
Dómsorð þau djarft vill garga
dulítil hagamús!
 
Vargsháttur villukerfa
víst er þeim fylgja þjál.
Fast mun að sveitum sverfa,
syrta um strönd og ál.
Æðarvarpsbændur erfa
alls konar vandamál.
Rjúpur í refinn hverfa,
rándýrin léku á Pál!
 
Lögmál er ljótt að brjóta,
leiður er varga þys.
Eitt vill þar öðru hóta,
allt fer þar góðs á mis.
Lífkeðjan heill mun hljóta
hendi hana ekki slys.
Náttúran þarf að njóta
nærandi jafnvægis!
 
Býður ei lausnar lykla
lyginnar flækjusvar.
Spóla þó víða og sprikla
sponsaðir aumingjar.
Þarf ekki um stórt að stikla,
stefnt er til bölvunar.
Marshall-aðstoðin mikla
mælist á núlli þar!
Lýsingar enginn ýkir
af því sem reyndin ber.
Rétthugsun svikul sýkir
samfélagsandann hér.
Þingmenn af þótta ríkir
þvaðra og dilla sér,
dýrbítum ljótum líkir,
leggjast á hvað sem er!
 
Íslenskir vargavinir,
vábeiður kvikusands,
verða aldrei vaxtarhlynir,
vindhanar hrokastands.
Hugar og hæfnislinir
halda þeir beint til grands,
hálfu verri en hinir
heimskingjar þessa lands!
 
Sérfræði sumra manna
sjálfkrafa vinnur spjöll.
Skynsemin skýra og sanna
skelfist þar dæmin öll.
Er milli allra tanna
andsetin kerfishöll.
Mótmæli sveina og svanna
svelli um Austurvöll!
 
Rúnar Kristjánsson 
(Ort að kveldi 12.2.2016 eftir lestur góðrar greinar I.A. í Bændablaðinu) 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...