Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rauntímaupplýsingar um matvælasvik
Mynd / Pixabay
Fréttir 29. október 2025

Rauntímaupplýsingar um matvælasvik

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

ESB og EFTA-ríkin hafa vakandi auga með matvælasvikum og halda úti upplýsingavefnum RASFF.

RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTAríkjanna fyrir matvæli og fóður birtir á RASFF Window-vefnum stöðugt uppfærðar upplýsingar um matvælasvik. Þau eru býsna algeng og snerta flestar þjóðir heims en engin viðvörun hefur borist vegna Íslands á yfirstandandi ári, hvorki sem tilkynnanda á innfluttri vöru né framleiðanda.

Kennir ýmissa grasa

Sem ný dæmi um matvælasvik má af handahófi nefna sveppaeitur í heslihnetukjörnum frá Georgíu, varnarefnaleifar í sykureplum frá Egyptalandi, listeríu í dönskum silungshrognum og fiskibollum frá Danmörku, listeríu í Cervelaspylsum frá Frakklandi, sveppaeitur í ristuðum pistasíuhnetum frá Tyrklandi og Íran og tvenns konar sveppavarnarefni í hrísgrjónum frá Indlandi.

Þá fundust varnarefnaleifar í fersku grænu chili frá Kambódíu, skordýraeitur í cumin-kryddi frá Indlandi, meinvirkar bakteríur í kjöthakki frá Belgíu, salmonella í kjúklingakjöti frá Úkraínu og nautakjöti frá Lettlandi, snertidýraeyðir (Pýridaben) í grænum baunum frá Kenía, Bacillus circulans-gerlamengun í mjólk frá Þýskalandi og listeríusýking í kjúklingi frá Belgíu.

Vírbútar í gnocchi

Ýmislegt nýlegt og enn framandlegra rekur á fjörur í lista tæplega átján þúsund atriða matvælasvika, allt frá árinu 2012. Þar á meðal antrakínónur úr kassíafræum í mate-te frá Sýrlandi, klórpýrifos í grænum ólífum frá Marokkó, kvikasilfur í sverðfiski frá Spáni, plastagnir í frosnum fiskibollum frá Skandinavíu, litarefnahrúgu í sykurpúðum frá Kína, blýmengun í eldhússigtum frá Indlandi, taugaeitur í fæðubótarefni frá Póllandi, kóleru í marineruðum forelduðum kjúklingaspjótum frá Hollandi og vírbúta í gnocchi frá Serbíu.

Tengslanet Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna um öryggi matvæla og neytendavernd á sér langa sögu en RASFF-leitarvefurinn fyrir almenning var opnaður árið 2009.

Á Íslandi er það Matvælastofnun sem sér um að vakta viðvörunarkerfið og senda tilkynningar, sem þá berast til annarra Evrópuríkja, ef hættulegar vörur finnast hér á markaði.

Sjá nánar á webgate.ec.europa.eu/rasff-window.

Skylt efni: Matvælasvik

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...