Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannsóknarstofan.
Rannsóknarstofan.
Á faglegum nótum 7. desember 2022

Rannsóknastofa Landgræðslunnar

Höfundur: Anne Bau, líffræðingur hjá Landgræðslunni.

Rannsóknastofa Landgræðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún samanstendur af mörgum vinnusvæðum.

Tilgangur hennar er að veita þjónustu sem verkefni Landgræðslunnar þarfnast á hverjum tíma. Fyrir 20 árum má segja að helstu verkefni rannsóknastofunnar hafi verið hin árlega framleiðsla á Rhizobium bakteríunni til að smita lúpínufræ ásamt stöku spírunarprófi á fræi. Í dag er hlutverkið stærra og víðtækara og felst helst í umsjón og skipulagi á söfnun og vinnslu sýna og gagna, meðal annars í verkefnum sem tengjast loftslagsbókhaldi Íslands og rannsóknum á lífrænum og tilbúnum áburði. Einnig eru gerð spírunarpróf bæði sem hluti af gæðaeftirliti á fræi framleitt hjá Landgræðslunni og fyrir innflutningsaðila í samstarfi við MAST til að endurnýja vottorð á fræi sem fer í sölu.

Moldarkofinn.

Mikil þekkingaröflun hefur átt sér stað ásamt þróun aðferða og hönnunar, einnig smíði tækja og tóla fyrir ýmis verkefni á rannsóknastofunni. Vinnuaðstaðan hefur verið byggð upp og bætt gegnum árin og er orðin mjög góð.

Aðstöðunni er skipt upp í þrjú megin vinnusvæði:

Rannsóknastofuna, þar sem gerðar eru þurrefnismælingar á gróður-, jarðvegs- og fræsýnum, ásamt gæðaeftirliti og spírunarprófi á fræjum.

Gróðurkofann, þar sem m.a. fer fram sigtun og mölun á gróðursýnum.

Moldarkofann, þar sem m.a. fer fram sigtun og mölun á jarðvegssýnum.

Í umsjón Rannsóknastofunnar er þurrkherbergi fyrir sýni, Bauhaus (húsið hennar Bau rannsóknastjóra) og Áhalda- herbergið til geymslu tækja og tóla.

Fjölbreytt vinna á mismunandi tímum ársins

Rannsókna- og vöktunarverkefnum má skipta í tímabil eftir verkþáttum.

Sýna- og gagnavinnsla er í gangi allt árið en í mars til maí bætist við skipulag og undirbúningur fyrir vettvangsvinnu, eða svokallað felt, sem fer aðallega fram á tímabilinu júní til september.

Vinna með fræ skiptist aðallega á tvö tímabil, í september og október er fylgst með þurrkunarferlinu á nýuppskornu Landgræðslufræi þar sem gerð eru þurrefnismælingar. Í nóvember er byrjað að taka á móti fræi til spírunar og standa spírunarprófin fram í apríl.

Eitt helsta rannsókna- og vöktunarverkefnið er CO2LuR

CO2LuR er umfangsmikið og sennilega einstakt verkefni á heimsvísu sem hefur verið í gangi hjá Landgræðslunni síðan 2007. Það er margþætt og hefur m.a. að markmiði að meta aðferðafræði við mismunandi uppgræðsluaðferðir og skoða gróðurframvindu, einnig er kolefnisinnihald metið og niðurstöðurnar notaðar í loftslagsbókhald Íslands. Rúmlega 650 rannsóknareitir 10x10 m að stærð sem dreifast á uppgræðslusvæði um land allt.

Á sumrin er farið í felt þar sem heimasmíðuð verkfæri eru notuð til mælinga á gróðri og jarðvegssýnatökum. Stærð og þróun verkefnisins hefur gert nauðsynlegt að bæta aðstöðu bæði til geymslu og sýnavinnslu.

Að lokinni feltvinnu eru sýnin í þurrkuð í Bauhaus í Gunnarsholti, gróðursýnin við 40°C í stórum ofni sem starfsmaður Landgræðslunnar Sigurður Ásgeirsson heitinn smíðaði en jarðvegssýnin eru þurrkuð við herbergishita. Þegar sýnin eru þurr fara þau í vinnslu í Gróður- eða Moldarkofanum.

Rannsóknastofan gegnir margþættu hlutverki sem hefur breyst, stækkað og þróast gegnum tíðina í takt við breytingar á landgræðslustarfinu og spennandi verður að taka þátt í þessari þróun á komandi árum.

Ef áhugi vaknar á Rannsóknastofunni er velkomið að hafa samband við Anne Bau rannsóknastjóra á anne.bau@landgraedslan.is.

Skylt efni: Landgræðsla

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f