Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannsókna þörf á hampsteypu
Mynd / Kelly Sikkema - Unsplash
Fréttir 24. júlí 2023

Rannsókna þörf á hampsteypu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingarvörur sem innleiddar eru af Staðlaráði Íslands.

Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunarhæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi.

Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hampsteypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið.

„Rannsóknir hafa sýnt að hampsteypa er viðkvæm fyrir hitabreytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar.

Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hampsteypunnar.

„Efnið hefur langan útþornunartíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“

Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf.

Skylt efni: hampur | hampsteypa

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...