Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannsókna þörf á hampsteypu
Mynd / Kelly Sikkema - Unsplash
Fréttir 24. júlí 2023

Rannsókna þörf á hampsteypu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingarvörur sem innleiddar eru af Staðlaráði Íslands.

Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunarhæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi.

Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hampsteypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið.

„Rannsóknir hafa sýnt að hampsteypa er viðkvæm fyrir hitabreytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar.

Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hampsteypunnar.

„Efnið hefur langan útþornunartíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“

Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf.

Skylt efni: hampur | hampsteypa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...