Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Líf og starf 5. ágúst 2021

Raggagarði færð vegleg gjöf

Höfundur: ehg-va

Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason.

Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri.

„Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs.

Skylt efni: Raggagarður

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...