Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Mynd / ál
Fréttir 20. nóvember 2025

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1.

Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði í skipulagslögum frá árinu 2023. Samkvæmt því er ráðherra heimilt að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Frá þessu er greint í svari ráðuneytisins við fyrirspurn.

Landsnet sendi ráðuneytinu beiðni í lok júní síðastliðinn um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sem um ræðir mun eiga sæti í nefndinni, auk fulltrúa umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra og fulltrúa félags- og húsnæðismálaráðherra. Síðastnefndi fulltrúinn verður formaður nefndarinnar. Ráðherra er heimilt að skipa umrædda nefnd að undangenginni beiðni frá aðila sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku eða ef sveitarfélag leggur fram beiðni þess efnis.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin við Holtavörðuheiðarlínu 1 muni ná til fjögurra sveitarfélaga, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirki í Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var greint frá því að sveitarfélög og hagsmunafélag landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 eru gagnrýnin á skipun raflínunefndar. Helst er það vegna þess að umrædd nefnd getur skert skipulagsvald sveitarfélaga.

Skylt efni: raflínur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...