Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rafbændur sameinast árið 1999
Mynd / samsett mynd / BBL
Gamalt og gott 14. maí 2019

Rafbændur sameinast árið 1999

Höfundur: smh

Í forsíðufrétt 18. maí árið 1999 er greint frá undirbúningi að stofnun Landssamtaka raforkubænda, en það eru þeir bændur sem möguleika hafa á raforkuvirkjun á eigin landareign. 

Áhugavert er að rifja þessa tuttugu ára frétt í því ljósi að í síðasta Bændablaði var sagt frá nýlegum aðalfundi Landssamtaka raforkubænda, þar sem fram kom að víðtækur áhugi sé á raforkumálum og meira sé litið til smærri virkjanamöguleika.

Í fréttinni frá vordögum 1999 kemur fram að undirbúningsvinna fyrir stofnun samtakanna hafi verið í höndum þeirra Þórarins Hrafnkelssonar frá  Hallgeirsstöðum, Norður-Héraði, og Ólafs Eggertssonar frá Þorvaldseyri, Austur-Eyjarfjallahreppi.

Í fréttinni segir ennfremur: „Þróunarstofa Austurlands hefur tekið að sér aðstoð við undirbúningsvinnu en kynningarfundur verður haldinn á Byggðabrúnni, tölvuneti Byggðastofunnar, miðvikudaginn 26. maí klukkan 17.

Á kynningarfundinum verður gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi væntanlegra samtaka. Óskað er eftir því að atvinnuráðgjafar um allt land finni fólk sem er líklegt til að eiga hagsmuna að gæta og áhuga hafa á málinu. Þátttöku í kynningarfundinum þarf að tilkynna til atvinnuþróunarfélaga á hverjum stað. Samtökin verða formlega stofnuð í Reykjavík 4. eða 5. júni.

I gögnum sem Þróunarstofa Austurlands hefur sent frá sér kemur fram að smávirkjanir sé að finna nánast um allt land þar sem náttúrulegar aðstæður eru fyrir hendi. „Með smávirkjun er átt við virkjun með uppsett afl á bilinu 0 til 200 kW. í samtökum raforkubænda geta þessi mörk orðið önnur og því er ekki rétt að afmarka kynningu á stofnun þeirra við þessi mörk."

Einnig segir að hagkvæmni smávirkjana hafi vaxið á undanförnum áruin og að möguleikar hafi skapast á raforkuframleiðslu umfram eigin not eigenda. Rafmagnsveitur ríkisins hafi sýnt því áhuga að kaupa hluta umframorkunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með því hafa skapast aðstæður fyrir bændur til nýsköpunar ílandbúnaði og aukinna tekjuöflunarmöguleika á bújörðum sínum.

 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...