Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skaginn frá Skipaskaga, sem er í öðru sæti.
Skaginn frá Skipaskaga, sem er í öðru sæti.
Á faglegum nótum 16. nóvember 2017

Ræktunarmenn ársins 2017

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson
Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 11 ræktunarbú eða aðila til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi ræktunar­árangur á árinu 2017. Heiðurs­viðurkenninguna  ræktunarmenn ársins 2017 hlutu Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson í Efsta-Seli, á uppskeruhátíð hestamanna þann 28. október síðastliðinn.
 
Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2017. Val Fagráðs er því aldrei auðvelt, s.s. hvar á að draga mörkin hverju sinni í fjölda tilnefndra búa en þar er ekki um fasta tölu að ræða milli ára enda oft lítið sem aðskilur eftirtektarverð bú og árangur þeirra. Tilnefningar Fagráðs eru fyrst og síðast hvatning og verðskuldað hrós en ekki til þess gerðar að ýta undir „keppnisvæðingu“ í hrossarækt og kynbótadómum. Kynbótadómar hrossa eru alltaf fyrst og síðast dómar búfjár og grunntilgangurinn að afla upplýsinga sem nýtast öllum ræktendum jafnt og eru grunnur að kynbótaspá/kynbótamati íslenskra hrossa hvar sem er í heiminum. Því fleiri hross sem dæmd eru því sterkari og öruggari gagnaöflun og spá um gildi gripa fyrir ræktunarstarfið.
 
Til að afmarka val ræktunarbúa og leiða að niðurstöðu eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um.
 
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 62 að tölu, sem uppfylltu kröfur um fjögur fulldæmd hross og minnst tvö yfir 8 á sýningarárinu 2017. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda fullsýndra hrossa, þ.e. fjölda hrossa að baki meðaltölum. Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau ellefu bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð. 
 
Smellið á töfluna til að stækka hana.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...