Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun
Mynd / ANR
Lesendarýni 23. september 2021

Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun

Höfundur: Haraldur Benediktsson 

Oft er spurt hver sé stefnan í landbúnaðarmálum.  Stefna í landbúnaðarmálum hefur ætíð verið til staðar, hana má að uppistöðu finna í löggjöf sem gildir um landbúnaðarmál, og í þeim samningum sem samtök bænda og ríkisvaldið gera á hverjum tíma.  Þetta er mikilvægt að hafa í huga – en breið umræða í samfélaginu um gildi landbúnaðar og framtíðarsýn hefur skort í talsverðan tíma.

Við afgreiðslu Alþingis á búvörusamningum 2016, var það eindreginn vilji þingsins að á gildistíma þeirra samninga, sem þá voru til afgreiðslu, yrði farið í heildarstefnumótun fyrir atvinnugreinina. Stefnumótun sem skýrði hlutverk og gildi landbúnaðar fyrir þjóðina. En ekki síst til eflingar á atvinnugreininni sjálfri og hvernig hún verður að fá að þróast í takt við samfélagsbreytingar. 

Þá tíð sem ég var formaður Bændasamtaka Íslands kom oft til umræðu mikilvægi að geta horft til langs tíma.  Landbúnaður er atvinnugrein, sem byggir á langtíma hugsun og skipulagi. Það var áþreifanlegt í samningagerð við ríkisvaldið, á þeim tíma að skorti á langtíma hugsun frá hendi stjórnvalda. Í raun vorum við að styðjast við stefnumörkun löggjafar sem var sett til að takast á við offramleiðslu á ýmsum búvörum.  En rammaði síður inn önnur tækifæri eða fjölbreyttara hlutverk landbúnaðar. Sú stefnumörkun og umræða er loksins orðin að veruleika og mér til efs að nokkurn tíma hafi íslenskur landbúnaður verið í betri færum að marka skýra sýn á framtíðina.

Bændur eru þessa dagana að fá sent ritið Ræktum Ísland, sem er einmitt afrakstur vinnu sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil.  Ræktum Ísland er stefnumörkun sem byggir á þátttöku fjölda fólks, hún er mótuð af þeim sem hafa þekkingu og innsýn í landbúnað og samfélagið allt. 

Kjarninn í stefnunni er að byggja sveitir Íslands, með öflugum og framsæknum landbúnaði.  Framleiðslu á mat, nýtingu lands, varðveislu lands og sókn til betri lífskjara fyrir bændur.  Öflugra samband bænda og neytenda og ekki síst uppfærslu á starfsumhverfi afurðastöðva. 

Stefnumótun sem bætir enn við þá ánægjulegu og mikilvægu þróun sem orðið hefur á síðustu árum, að byggð í sveitum hefur verið að eflast og styrkjast. 

Ég hvet lesendur til að kynna sér efni Ræktum Ísland. Þar er sett fram í 22 atriðum vel skilgreind og skýr markmið um sókn til sterkari landbúnaðar á Íslandi.

Haraldur Benediktsson 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...