Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plöntun á þaki biðskýlis í Utrecht í Hollandi. Græn biðskýli hafa víða skotið upp kollinum í þágu vistverndar.
Plöntun á þaki biðskýlis í Utrecht í Hollandi. Græn biðskýli hafa víða skotið upp kollinum í þágu vistverndar.
Mynd / BrightVibes
Utan úr heimi 5. september 2023

Ræktarlegar stoppistöðvar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borgin Utrecht í Hollandi hefur vakið athygli fyrir óvenjuleg strætisvagna- og sporvagnabiðskýli. Þau eru þakin gróðri, ýmist að ofan eða á hliðum, nema hvort tveggja sé.

Borgaryfirvöld í Utrecht réðust í verkefnið um að veita biðskýlunum græna yfirhalningu árið 2019 og eru nú 316 biðskýli komin með gróðurþekju. Markmið verkefnisins er að gróðurinn fangi svifryk og stuðli þannig að hreinna lofti, veiti kælingu í hitum og síðast en ekki síst að ýta undir líffræðilegan fjölbreytileika í borginni með því að laða að fugla, býflugur, fiðrildi og önnur frjóvgandi skordýr.

Sum gróðurþökin eru jafnframt með sólarsellum til að knýja ljósgjafa og sjálfvirk áveitukerfi regnvatns. Fleiri hollenskar borgir hafa fylgt í fótspor Utrecht. Yfirvöld í Amsterdam hafa til að mynda hug á að grænklæða um 500 sporvagnabiðskýli og hófust handa árið 2020.

Hugmyndin um lifandi gróðurþök á biðskýli hefur síðan farið um eins og eldur í sinu og borgir víða um önd tekið hana upp. Má þar nefna þýskar borgir, þ.á m. Hamborg, þar sem gróðurbiðskýlin eru hluti af löngum lista metnaðarfullra grænþakaverkefna. Þá hafa Bretar, Bandaríkjamenn, Svíar, Tékkar og Japanir, svo einhverjir séu nefndir, stokkið á þennan vagn.

Íslensk gróðurþök frá landnámi

Plöntuþök og -veggir bygginga verða æ algengari bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem hluti af að bæta lífsgæði og vistkerfi. Jafnframt er slíkt notað til að auka líftíma þaka, til einangrunar, kælingar, birtu- og hljóðvistarstjórnunar, bindingar kolefnis, ryks og mengunar og til vatnssöfnunar m.a. til að minnka álag á holræsakerfi.

Rannsóknir hafa sýnt að slík græn þök verndi mögulega gegn rafsegulbylgjum. Ýmis skordýr þrífast á þökum auk annarra smádýra og örvera. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn, til dæmis, settu sér það markmið að allar opinberar byggingar með þakhalla undir 30 gráðum yrðu með gróðurþekju á þaki og að við endurnýjun eldri flatra þaka yrði einnig notuð gróðurþekja.

Íslendingar hafa nýtt grasþök allt frá landnámi en þau urðu æ sjaldgæfari eftir því sem leið fram á 20. öldina. Áhugi fer þó vaxandi á gras- og plöntuþökum á nýjan leik. Þá er horft til þess að nota þurrkþolnari tegundir en gras í gróðurlagið og valdar tegundir sem gera litlar kröfur til vaxtarlags, næringar og viðhalds.

Hnoðrar algengastir á biðskýlunum

Á vefnum BrightVibes segir að fyrirtækið Roofmeadow hafi hannað grænt jurtaþak sem unnt er að setja ofan á flest öll hefðbundin biðskýli en fjölmörg fyrirtæki sérhæfa sig nú í gerð grænna þaka og veggja. Í upphafi var einkum notast við hnoðrategundir, Sedum, þar sem sú planta stendur vel af sér þurrk og þarfnast lítils viðhalds. Nú er þó verið að skoða hvernig fleiri plöntutegundum gengur að dafna á biðskýlum vítt og breitt um heiminn, svo sem nellikum.

Skylt efni: vistvernd

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...