Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Mynd / M. Burke
Utan úr heimi 5. mars 2025

Ræktað kjöt í hundamat

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gæludýraverslun í Bretlandi hefur sett á markað hundanammi með kjúklingakjöti sem er ræktað upp frá frumum úr einu eggi.

Verslunarkeðjan Pets at Home heldur því fram að þetta sé í fyrsta skipti á heimsvísu sem afurðir úr vistkjöti (e. cultivated meat), sem er ræktað upp frá stofnfrumum dýra, eru settar á markað. Takmarkað magn hefur verið sett í eina verslun fyrirtækisins í vesturhluta Lundúna. Frá þessu greinir Guardian.

Hundamaturinn, sem nefnist Chick Bites, er að mestu úr jurtaafurðum sem er blandað við vistkjötið. Samkvæmt framleiðandanum Meatly er vistkjötið jafn bragðgott og næringarríkt og hefðbundnar kjúklingabringur. Lítil takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að rækta upp frá frumum úr einu eggi.

Í júlí á síðasta ári varð Bretland fyrsta landið í Evrópu til að heimila notkun vistkjöts í gæludýramat eftir að vörur frá Meatly fengu grænt ljós hjá ólíkum eftirlitsstofnunum. Fyrirtækið vonast til þess að á næstu þremur til fimm árum muni aukin framleiðsla gera vörurnar fáanlegar víða. Stjórnendur Meatly eru bjartsýnir á að það takist miðað við hversu stór stökk hafa verið tekin í þróun vistkjöts á allra síðustu árum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...