Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / BBL
Fréttir 1. febrúar 2017

Ræddu við nýjan ráðherra um málefni landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Um leið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem nýr landbúnaðarráðherra óskuðu Bændasamtökin eftir fundi með henni. Sá fundur var haldinn á dögunum en það voru þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sem hittu hana að máli. 
 
Að sögn Sindra var fundurinn góður en farið var yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi og bændur vildu ræða við nýjan ráðherra.
 
Hugmyndir um endurskipun í starfshóp um búvörusamninga
 
„Við ræddum meðal annars við ráðherra um stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar og hugmyndir ráðherrans um að endurskipa í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga. Við lögðum áherslu á að þeir sem hafa tilnefnt fulltrúa sína í hópinn héldu þeim,“ segir Sindri. 
 
Í þessari viku setti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, færslu á Facebook þar sem hann spáði því að talsmönnum milliliða yrði bætt í nefndina þar sem þeir geti gætt sinna hagsmuna. Sagði hann jafnframt að búvörusamningar fjölluðu ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. „Talsmenn heildsala eiga a.m.k. ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda,“ sagði Gunnar Bragi.
 
Frystikrafan er mikilvæg
 
Hráakjötsmálið bar á góma á fundi ráðherra með bændum en Bændasamtökin hafa í ræðu og riti lagt þunga áherslu á að ekki sé slakað á frystikröfunni þegar kemur að því að flytja inn erlent kjöt. „Við fórum yfir okkar rök í málinu sem eru sterk. Við viljum ekki leyfa innflutning á hráu kjöti hingað til lands enda leggjum við mikla áherslu á að vernda okkar heilbrigðu búfjárstofna. Þetta er líka lýðheilsumál en við höfum margoft bent á mikla sýklalyfjanotkun í búfjárrækt í þeim löndum sem við eigum mest viðskipti við.“ 
 
Að auki sagði Sindri að rætt hefði verið um samkeppnisstöðu landbúnaðarins og almennt um tollamál og innflutning á matvælum. Að lokum var ráðherra boðið í heimsókn í Bændahöllina sem hún þáði með þökkum. „Við óskuðum nýjum ráðherra að sjálfsögðu til hamingju með embættið og treystum því að samstarf við bændur verði farsælt og heilladrjúgt,“ sagði Sindri Sigurgeirsson.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...