Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðuneytisstjórar skoða stöðu bænda
Fréttir 3. nóvember 2023

Ráðuneytisstjórar skoða stöðu bænda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld hafa skipað sérstakan starfshóp til að skoða fjárhags- stöðu bænda og koma með tillögur að úrbótum.

Í starfshópnum sitja ráðuneytis- stjórar þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahags- ráðuneytis og innviðaráðuneytis. Hópurinn mun leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum, eins og segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Þar segir jafnframt að höfuðstóll verðtryggðra lána hafi hækkað hratt síðustu misseri og þannig rýrt eiginfjárstöðu bænda eins og víðar í samfélaginu.
Staða landbúnaðar sé þó sérlega erfið að því leyti að rekstur búa er nátengdur heimilum bænda og hækkanir við fjármagnskostnað og aðfangaverð hafi haft íþyngjandi áhrif. Rekstur í landbúnaði sé því orðinn þungur hjá mörgum framleiðendum.

Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera.

Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...