Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Líf og starf 23. desember 2016

Ráðunautur á flestum sviðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinunn Anna Halldórsdóttir býr ásamt sambýlismanni sínum, Ágústi Marinó Ágústssyni, að Sauðanesi í Langanesbyggð. Auk þess að vera bóndi er Steinunn einnig ráðunautur í Norðurþingi á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Svæðið sem Steinunn sinnir er Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og yfir í Öxarfjörð, Kelduhverfi og Vopnafjörð.

Búfræðikandídat frá Hvanneyri

„Ég er búfræðikandídat frá Hvann­eyri og hef verið ráðunautur frá 2007, í fyrstu í Skagafirði en þetta er þriðja árið sem ég er á þessu svæði. Mitt sérsvið hjá RML er hrossarækt en þegar ég var á Hvanneyri tók ég ráðunautaréttindi í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt.

Ég kom frá blönduðu búi, Brimnesi í Skagafirði, og vildi því kynna mér þetta allt saman.

Árin sem ég var ráðunautur í Skagafirði sinnti ég sauðfjár- og hrossarækt til að byrja með en sérhæfði mig síðan í hestunum enda Skagafjörður mikið hestahérað.

Eftir að ég flutti hingað víkkaði svo sviðið aftur og auk þess að vinna mikið í kringum hross sé ég einnig um lambaskoðanir á svæðinu og aðstoða bændur við skýrsluhald sé þess óskað. Í vor og haust bætist jarðræktin að hluta við með töku jarðvegs- og heysýna.“

Grænlendingar í verknámi

Steinunn segir að með búskapnum og starfinu sem ráðunautur sé því oft mikið að gera.
„Hingað koma stundum Græn­lendingar í verknám í ár í senn og það léttir talsvert undir hjá okkur. Grænlendingarnir sem hingað hafa komið eru ótrúlega duglegir og frábær starfskraftur.

Við höfum reyndar verið hér tvö frá því í júní og stundum fullmikið fyrir mig að vera bóndi, húsmóðir og ráðunautur í 85% starfi. Draumurinn er að minnka smám saman vinnu utan heimilisins og sinna eingöngu bústörfum.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...