Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana
Mynd / Bbl
Fréttir 16. október 2019

Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana

Höfundur: Ritstjórn

Fimmtudaginn 17. október heldur Orkustofnun ráðstefnu á Grand Hótel, klukkan 8:00 – 12:00, þar sem farið verður yfir tækifæri og áskoranir í tengslum við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.

Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggisstjórnkerfi virkjana, umhverfismat fyrir smærri virkjanir og áhrif smávirkjana á flutnings- og dreifikerfi raforku.

Auk þess verður fjallað um fjármögnun smávirkjana og áhuga orkufyrirtækja á kaupum á raforku frá þeim.

Fulltrúi samtaka smávirkjanaaðila í Noregi segir einnig frá reynslu Norðmanna og að lokum verður kynning á virkjanasögu Húsafells.

Mikilvægt að þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna hér.  Sjá auglýsingu um ráðstefnuna.

Ráðstefnunni verður streymt á netinu - hlekkur birtist hér  samdægurs.

Dagskrá

08:00 Skráning og morgunverður 
08:30 Setning ráðstefnu
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 
08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 
08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 
09:10  Umhverfismat fyrir smærri virkjanir
Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 
09:30  Smávirkjanir og dreifikerfið
Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK
09:50  Kaffihlé 
10:10  Smávirkjanir og flutningskerfið
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets
10:30  Fjármögnun smávirkjana
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 
10:50 Smávirkjanir í Noregi
Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 
11:10  Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 
11:30  Virkjanasaga Húsafells
Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 
11:50 Samantekt og fundi slitið 
 

Fundarstjóri  Erla Björk Þorgeirsdóttir

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...