Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útigangshross um vetur
Útigangshross um vetur
Mynd / ghp
Fréttir 19. desember 2022

Ráðlagt að gefa ormalyf í munn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex hross drápust af völdum hópsýkingar sem upp kom í hrossastóði á Suðurlandi í lok nóvember.

Allt bendir til þess að sýkingin hafi verið af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., sem hefur magnast upp eftir að hrossin voru sprautuð með ormalyfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Alls veiktust þrettán hross í 30 hesta hópi útigangshrossa á Suðurlandi. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hólfum sem rekin voru saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember. Aðeins hrossin sem dvöldu í öðru hólfinu veiktust og virðist bakterían því hafa magnast
þar upp. Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram önnur hólf eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar um land.

Allvíða um heim er hætt að notast við ormalyfjasprautun eins og tíðkast hefur hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar sem þessar.

Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp og varar því við að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.

Skylt efni: Hestar | Matvælastofnun | ormalyf

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...