Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðherra slær ryki í augun á bændum!
Lesendarýni 1. mars 2019

Ráðherra slær ryki í augun á bændum!

Höfundur: Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra leggur til að við afnemum leyfisveitingakerfi sem við reiðum okkur á til að verja heilbrigði búfjárstofna okkar og heilnæmi matvæla. Þetta er samkvæmt frumvarpi sem hann kynnti 20. febrúar sl.
 
Um leið og hann reynir að fullvissa okkur um að ekkert sé annað í stöðunni þá slær hann ryki í augun á mönnum og segir að farið verði í heilmiklar aðgerðir samhliða þessu. 
 
Aðgerðir sem vel á minnst væri flestar auðvelt að fara í án þess að afnema leyfisveitingakerfið.
 
Þetta eru líka aðgerðir sem við höfum enga vissu fyrir því að virki eða séu varanlegar.
 
Í stað þess að narta sífellt af íslenskum bændum ættu stjórnvöld frekar að sjá sér hag í því að gefa frekar í þegar kemur að íslenskri landbúnaðarframleiðslu.
 
Þetta eru staðreyndir sem skipta máli:
  • Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum. Sú ógn hefur farið ört vaxandi.
  • Ísland hefur frábæra stöðu. Viljum við í alvörunni fórna henni til þess eins að stórkaupmenn Íslands geti grætt meiri pening á íslenskum neytendum?
  • Búfjársjúkdómar sem hingað til lands bárust með misráðnum innflutningi hafa ýmist verið upprættir eða þeim haldið í skefjum með markvissu varnarstarfi af hálfu bænda.

Okkur er sagt að aðrir og mikilvægari hagsmunir trompi allt það sem hér hefur verið rakið. Það gæti haft svo svakalega slæm áhrif á sjávarútveginn ef að stjórnvöld myndu reyna að taka slaginn með landbúnaðinum.
 
Fólk verður að hafa okkur sauðfjárbændur afsakaða. Okkur sem höfum upplifað stöðugan tekjusamdrátt á einu mesta hagvaxtarskeiði þjóðarinnar. Hafið okkur afsakaða meðan við neitum að taka þátt í því að vera þröngvað enn nær bjargbrúninni á meðan við horfum á kvótagreifana á snekkjum úti á sjóndeildarhringnum!
 
Allt það sem við höfum barist fyrir, allt það sem við höfum unnið fyrir og allt það sem við skuldum næstu kynslóðum má ekki verða kastað á glæ til þess eins að þeir allra ríkustu á Íslandi verði enn ríkari!
 
Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu.
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...