Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu
Fréttir 21. maí 2021

Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu

Fyrr í mánuðinum var Ræktum Ísland – umræðuskjal um landbúnaðarstefnu kynnt í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nú hyggst Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, halda opna fundi um allt land fyrri hluta júnímánaðar og ræða við bændur og aðra hagaðila um þennan grunn að stefnumótun atvinnugreinarinnar. Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Alls verða fundirnir tíu talsins en lokafundur hringferðarinnar verður haldinn 16. júní með fjarfundarbúnaði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á staðarfundina. Fundirnir eru haldnir með fyrirvara um breyttar sóttvarnarreglur.

Fundarstaðir og fundartímar

Hvanneyri - Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Hótel Ísafjörður.

Blönduós 8. júní kl. 16.00. Félagsheimilið Blönduósi.

Eyjafjörður 8. júní kl. 20.30. Hlíðarbær.

Þistilfjörður 9. júní kl. 12.00. Svalbarðsskóli.

Egilsstaðir 9. júní kl. 20.00. Valaskjálf.

Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12.00. Nýheimar.

Selfoss 14. júní kl. 20.00. Þingborg.

Höfuðborgarsvæðið 15. júní kl. 20.00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12.00. Skráning auglýst síðar.

Í kynningu á fundunum segir að ráðherra vilji með þeim opna á frekara samtal og samráð við bændur um stefnumótunina en verkefnastjórnin hefur lagt til tillögur í 19 efnisköflum. Skjalið er í Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí nk. en einnig verður hægt að koma athugasemdum á framfæri á fundum ráðherra um landið og með tölvupósti til ráðuneytisins í netfangið postur@anr.is. 

•       Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)

•       Umræðuskjalið Ræktum Ísland (hljóðbók)

Hægt verður að nálgast upplýsingar um fundina á Facebooksíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og á vefsíðu ráðuneytisins.

Yfirlitssíðu um Ræktum Ísland! er að finna hér.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...