Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu
Fréttir 21. maí 2021

Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu

Fyrr í mánuðinum var Ræktum Ísland – umræðuskjal um landbúnaðarstefnu kynnt í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nú hyggst Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, halda opna fundi um allt land fyrri hluta júnímánaðar og ræða við bændur og aðra hagaðila um þennan grunn að stefnumótun atvinnugreinarinnar. Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Alls verða fundirnir tíu talsins en lokafundur hringferðarinnar verður haldinn 16. júní með fjarfundarbúnaði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á staðarfundina. Fundirnir eru haldnir með fyrirvara um breyttar sóttvarnarreglur.

Fundarstaðir og fundartímar

Hvanneyri - Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Hótel Ísafjörður.

Blönduós 8. júní kl. 16.00. Félagsheimilið Blönduósi.

Eyjafjörður 8. júní kl. 20.30. Hlíðarbær.

Þistilfjörður 9. júní kl. 12.00. Svalbarðsskóli.

Egilsstaðir 9. júní kl. 20.00. Valaskjálf.

Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12.00. Nýheimar.

Selfoss 14. júní kl. 20.00. Þingborg.

Höfuðborgarsvæðið 15. júní kl. 20.00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12.00. Skráning auglýst síðar.

Í kynningu á fundunum segir að ráðherra vilji með þeim opna á frekara samtal og samráð við bændur um stefnumótunina en verkefnastjórnin hefur lagt til tillögur í 19 efnisköflum. Skjalið er í Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí nk. en einnig verður hægt að koma athugasemdum á framfæri á fundum ráðherra um landið og með tölvupósti til ráðuneytisins í netfangið postur@anr.is. 

•       Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)

•       Umræðuskjalið Ræktum Ísland (hljóðbók)

Hægt verður að nálgast upplýsingar um fundina á Facebooksíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og á vefsíðu ráðuneytisins.

Yfirlitssíðu um Ræktum Ísland! er að finna hér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...