Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pylsan og merkið
Mynd / Unsplash
Leiðari 21. mars 2024

Pylsan og merkið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Upprunamerkið Íslenskt staðfest var mikið rætt á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Við setningu þingsins hvatti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og settur matvælaráðherra, þátttakendur til að láta í sér heyra varðandi merkingar matvæla.

Erlend dæmi sanna að þær geta haft mun meiri áhrif en margar aðrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að vænka starfsskilyrði bænda. Katrín sagðist hafa mikla trú á íslenskum neytendum sem vilji standa með innlendum landbúnaði. Því ætti að einfalda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir við matarinnkaup, en Katrín benti á að oft væri erfitt að átta sig á uppruna matvæla. Óafvitandi er nefnilega hægt að kaupa rótgróna íslenska matvöru í góðri trú, sem reynist svo innihalda innflutt hráefni. Upplýsingar, ef einhverjar eru, geta leynst í smáa letrinu innan um upptalningu á innihalds- og aukaefnum vörunnar. Einnig eru dæmi um ólögmæta notkun á fánamerkingunni, eins og ákvörðun Neytendastofu í fyrra gegn Stjörnugrís vegna merkinga á þýskum Smash-hamborgurum sanna.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest. Nokkrir búnaðarþingsfulltrúar voru svo mættir samdægurs á aðalfund Sláturfélags Suðurlands og kölluðu þar eftir umræðum um hvort samvinnufélagið þeirra ætti ekki að hefja þá vegferð að innleiða upprunamerkið. SS skilaði metafkomu í fyrra, nær 800 milljóna króna hagnaði, og var sterkri stöðu þess fagnað á aðalfundinum. Nefnt var dæmi um markaðsráðandi stöðu SS-pylsunnar sem á sér nær jafnlanga sögu og fyrirtækið. Þessi klassíska SS vínarpylsa mun vera með 90% hlutdeild á markaði í dag.

Færsla um kjötinnihald SS-pylsunnar dreifðist á samfélagsmiðlum daginn fyrir aðalfundinn. Virtist vera ákveðinn skellur fyrir deilendur færslunnar að átta sig á því að þótt Íslendingar borði SS-pylsur þá eru þær ekki eingöngu unnar úr
íslensku kjöti. Mátti túlka vefumræðuna sem svo að fólki finnist felast í þessu ákveðin blekking. Ef fólk upplifir sig svikið missir það traust – og í þessu tilfelli á sígildu vörumerki í eigu bænda. Hættan er sú að neytendur gætu orðið afhuga vörum íslenskra matvælafyrirtækja. Því ættu eigendur þeirra að hafa áhyggjur og í reynd að huga í alvöru að því að snúa þeirri þróun til betri vegar.

Á aðalfundi SS var því beint til stjórnar að eiga samtal við Bændasamtökin vegna Íslensks staðfests, en skv. heimildum hafa forstöðumenn fyrirtækisins lýst áhyggjum af skilyrðum og kostnaði þess að innleiða merkinguna. Árgjald Íslensks staðfests er frá 125.000 kr. fyrir lítil fyrirtæki upp í hámark 15 milljónir króna fyrir þau allra stærstu.

Upprunamerkingin Íslenskt staðfest var sett á laggirnar að norrænni fyrirmynd. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa sambærilegar merkingar reynst einstaklega vel. Tugþúsundir matvara eru merktar uppruna á þann hátt og hafa þær sannað gildi sitt fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem taka þátt í átakinu. Markaðshlutdeild innlendra afurða á þeim mörkuðum hefur aukist og traust milli neytenda og framleiðenda matvæla því samhliða.

Íslenskt staðfest gæti því mögulega verið lykill að trausti neytenda til matvælafyrirtækja, aukið sölu þeirra vara sem merkið bera og þar af leiðandi orðið grundvöllur aukinnar íslenskrar landbúnaðarframleiðslu og þar með bættra starfsskilyrða bænda. Er það ekki einn megintilgangur félaga í eigu bænda?

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...