Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Purusteik og samloka með grísakjöti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 5. nóvember 2021

Purusteik og samloka með grísakjöti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þegar fer að líða að jólum er gott að byrja að æfa sig í því að gera stökka svínapuru. Það er svo gott sem snakk og kjötið í samlokur og í asíska einfalda rétti. Ekki skemmir fyrir að enn er til nóg af íslenskum gulrótum og káli og því tilvalið að gera kál-hrásalat.

Purusteik

  • 800 g svínakjöt með fitu
  • Gróft salt
  • 1-5 lárviðarlauf
  • 6-7 dl vatn
  • 2 matskeiðar hveiti
  • 1-2 msk. æblegastrik (eplaedik og brúnuð karamella eins og er notað á sykurbrúnaðar kartöflur)
  • pipar


Athugið að búið er að skera í fituna með ½ sentimetra millibili. Nuddið nægu af grófu salti og setjið lárviðarlauf milli laga, nuddið svínakjötið með rökum höndum sem gerir það að verkum að salt festist við. Einnig til að „elda“ fituna frá upphafi matreiðslutímans, svo að hún geti orðið stökk og góð.

Setjið svínið á grind þannig að fitan snúi niður og bakka með 6-7 dl af vatni undir. Eldið í forhituðum ofni á 180 gráðum í 65-70 mínútur.

Þegar matreiðslutíminn er hálfnaður skal hella vökvanum úr bakkanum, þannig að þið hafið eitthvað að gera sósu úr. En gott er að bíða með sósugerðina þar til við enda matreiðslunnar.
Snúið við þannig að fitan snúi upp. Hækkið í 250 gráður í smá tíma og lækkið svo niður í 230 gráður þar til puran er stökk. Blandið smá fitu við í soðið, sigtið og þá er svínasoð klárt fyrir sósugerð. Gott er að vinna saman með töfrasprota.

Sjóðið sósu í 6-7 mínútur, smakkið síðan til með apríkósusultu, salti og pipar. Sigtið sósu gegnum fínt sigti, gott er að nota hitamæli, áður en kjötið er fjarlægt úr ofninum – um 65 °C, fölbleikt og safaríkt (ef kjarnhiti fer yfir það hitastig gæti kjötið orðið þurrt). Látið hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en það er skorið niður á fat.

Berið fram með soðnum kartöflum, rauðkáli og sósu.

Gastric: Ef þið viljið að sósan ykkar verði betri er smá leynibragð, sem er að blanda saman ögn karamellu og ediki. Það gefur sósunni meiri sætleika, sýrustig og biturð.

Nam pla prik – taílensk dýfa, sósa

Þessi taílenska chilisósu-uppskrift er meira dýfa en nokkuð annað. Það þarf lítið að hafa fyrir henni en slær samstundis í gegn. Hún er með gott jafnvægi milli hita, sætleika, beiskju og salts – og er tilvalin með alls kyns taílenskum réttum. Passar líka til að dýfa köldu kjöti í, ef afgangar eru.

  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • 4 kjarnhreinsaður chili, sneiddur
  • 5 msk. af fiskisósu
  • 6 msk. af lime-safa
  • 2 msk. af sykri

Blandið innihaldsefnum saman í skál. Smakkið til og kryddið eftir þörfum.

Samloka með grísakjöti
og hrásalati

Baguette-samloka sem hefur verið smurð með smjöri, það er gott að nýta afganga frá steik eða fiski gærdagsins.

Og þá er hægt að gera fljótlega og góða máltíð á mettíma.

  • 250 g svínakjöt
  • 1 msk. kapers
  • 1 pottur gras­laukur
  • Extra virgin ólífuolía
  • Salt & svartur pipar
  • Hrásalat

Best að nota afganga. Saxið graslaukinn og capersið fínt saman í skál, bætið olíu við, salti og pipar – og setjið ofan á brauðið. Fyrst kjötið, svo kapers, loks olíu og skreytið með góðum skammti af hrásalati yfir réttinn.

Uppskrift að rauðkáli og gulrótarsalati …
… með ótrúlegu eplaediks vinai­grette. Fullkomið sem meðlæti eða jafnvel með forrétti.
  • 1 lítill rauðkálshaus, rifinn
  • 4 stórar gulrætur, rifnar
  • 4 vorlaukar, þunnt sneiddir
Eplaediks salat-vinaigrette
  • 1 matskeið Dijon-sinnep
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • 1/3 bolli extra virgin ólífuolía
  • 1/4 bolli eplaedik
  • 2 matskeiðar ferskur sítrónusafi
  • 1 matskeið hunang, eftir þörfum fyrir sætu
  • 1/4 tsk. vanilludropar (valfrjálst)
  • 1/4 tsk. chiliduft, eða eftir smekk
  • salt og pipar, eftir smekk
  • söxuð fersk steinselja, til skrauts

Setjið rifið hvítkál, gulrætur og vorlauk í stóra salatskál. Setjið til hliðar.

Í blöndunarskál, þeytið saman Dijon-sinnepið, hvítlauk, olíu, eplaedik, sítrónusafa, hunang, vanillu, chiliduft, salt og pipar. Þeytið þar til þessu hefur verið vel blandað saman.

Hellið dressingunni yfir rauðkálsblönduna og hrærið saman. Smakkið til krydd og stillið í samræmi við það.

Setjið í kæli í 15 mínútur og skreytið með saxaðri steinselju.

Berið fram.

Skylt efni: purusteik

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...