Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Á faglegum nótum 11. ágúst 2023

Próteinræktun og olíuframleiðsla

Höfundur: Sunna Skeggjadóttir og Hrannar Smári Hilmarsson, starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ.

Mikil tækifæri eru á ræktun olíujurta hér á landi. Með ræktun á olíujurtum má anna eftirspurn matarolíu, lífdísils og próteingjafa fyrir búfé.

Niðurstöður rannsókna við Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sýnt tvöfalt meiri uppskeru vetrarrepju samanborið við vornepju og uppskerumöguleika á við það sem best gerist erlendis. En undanfarin ár hafa verið stundaðar rannsóknir á repju og nepju styrkt af Matvælasjóði, Þróunarsjóði nautgripabænda, Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Vetrarafbrigði eru ólík vorafbrigðum að því leyti að vetrarafbrigðum er sáð síðsumars og látin yfirvetrast sem blómgast svo og þroskast haustið eftir, rúmu ári eftir sáningu. Helsti munurinn á afbrigðum þegar kemur að kostnaði er áburðarliðurinn, þar sem bera þarf á við sáningu til vetrarundirbúnings og að vori eftir veturinn. Niðurstöður erlendis og hérlendis hafa sýnt fram á hærri uppskeru vetrarafbrigða en vorafbrigða sem leiðir til hærri tekna og vegur því upp á móti gjöldum sem við kemur ræktuninni.


Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...