Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn soð reiddi fram dýrindismáltíðir á Þingeyri í sumar.
Kristinn soð reiddi fram dýrindismáltíðir á Þingeyri í sumar.
Mynd / ÁL
Líf og starf 6. september 2022

Pop-up eldhús á Þingeyri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sjónvarpskokkurinn, dagskrárgerðarmaðurinn og listamaðurinn Kristinn Guðmundsson, oft nefndur Kristinn soð, var með pop- up eldhús í gamalli vélaskemmu á Þingeyri í sumar.

Kristinn hefur framleitt nokkrar þáttaraðir þar sem hann eldar í óreiðueldhúsi. Þáttaröðin Soð í Dýrafirði var sýnd á RÚV síðastliðið haust og var þessi veitingasala óbeint framhald af því.

Kristinn fékk aðstöðu til þess að undirbúa matinn í Grunnskólanum á Þingeyri, en var svo með matarvagn fyrir utan vélaskemmuna til þess að leggja lokahönd á matreiðsluna.

„Aðstaðan í grunnskólanum var ágæt, nema útsýnið var ekkert nema brött brekka rétt fyrir utan gluggann – sem er kannski allt í lagi fyrir svona sveimhuga mann eins og mig,“ segir Kristinn.

Einföld framkvæmd og hráefni af svæðinu
Þessi gamla vélaskemma á Þingeyri fékk tímabundið hlutverk sem veitingastaður í júlí. Mest var hægt að koma fyrir 38 matargestum.

Veitingasalan sjálf var í Skelinni, sem er gömul vélaskemma við Fjarðargötu 42 á Þingeyri. Samtals var opið í átta daga í lok júlí og voru viðtökurnar framar vonum, en mest voru 38 matargestir á einu kvöldi. Matseðillinn var nokkurn veginn sá sami allan tímann til þess að framkvæmdin væri sem einföldust þar sem Kristinn var einn í eldhúsinu. „Einhvern tímann var ég með kindakjöt í kássunni í staðinn fyrir nautakjöt, sem var æðislega gott. Sósan í kássunni er frekar sæt og það passar fullkomlega með svona ærkjöti,“ segir Kristinn, en það kom til vegna

þess að nautakjötið var uppselt í það skiptið.

Hráefnið reyndi Kristinn að nálgast úr nærumhverfinu eins og hægt var. „Við fengum fiskinn úr fiskbúðinni á Ísafirði, ísinn fengum við frá Örnu í Bolungarvík og rabarbarann og súrurnar tíndum við þarna rétt hjá. Sjoppan Hamona á Þingeyri reddaði okkur með mjög margt annað, eins og hvítkál,
kartöflur, krydd.“

Fleiri þáttaraðir á leiðinni

Í haust verður sjónvarpað nýrri þáttaröð sem nefnist Pabbasoð, þar sem hann eldar allt í pitsuofni sem hann byggði með vini sínum í Frakklandi. „Ég fór að elda miklu meira í ofni þegar sonurinn fæddist í fyrra,“ segir

Þorskur úr fiskbúðinni á Ísafirði.

Kristinn, en það gerir hann af praktískum ástæðum. „Það er svo fyrirgefanlegt að elda í ofni. Ef strákurinn fór að skæla og þurfti mat eða athygli þá gat maður beðið aðeins með að taka matinn út. Ef þú ert að steikja eitthvað á pönnu eða sjóða þá er það ekki eins sveigjanlegt. Það getur verið helvíti hart ef pastað sýður mínútu of lengi.“

Kjötkássa. Yfirleitt með nautakjöti en stundum með ærkjöti.

Núna er Kristinn að vinna að nýrri þáttaröð sem nefnist Soð á Austurlandi, sem verður áframhald af því óreiðueldhúsi sem hefur verið í fyrri þáttaröðum. „Við ætlum meðal annars í Mjóafjörð, inn að Hallormsstað, upp að Stóruurð og út að Þerribjörgum. Við erum að vinna handritið núna, sem er aðallega að ákveða hvert við förum,“ en Kristinn er að hefja tökur um þessar mundir. Hann reiknar svo með að klára alla eftirvinnslu á þáttunum í febrúar og þá munu þeir fara í sýningar á RÚV fljótlega eftir það. „Ef fólk er með hugmyndir að góðum upptökustöðum fyrir austan þá má það alveg senda mér skilaboð í gegnum síðuna Soð á Facebook,“ segir Kristinn.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...