Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pönnuréttir úr afgöngum
Mynd / HH
Matarkrókurinn 13. nóvember 2023

Pönnuréttir úr afgöngum

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Matarsóun er alltof mikil hjá okkur Íslendingum rétt eins og flestum vestrænum þjóðum, en um þriðjungur kolefnisspors í heiminum tengt matvælum er beintengt sóun á þeim.

Það er að fólk hendir í ruslið þriðja hverjum munnbita af því hráefni sem það keypti. Á sama tíma kvarta þeir sem henda matnum oft og tíðum undan verðlagi á aðföngunum, hluti mannkyns sveltur og bændurnir sem framleiða matinn fá oftar en ekki of litlar tekjur til sinnar framfærslu.

Rétt eins og við þekkjum hér á landi. Það er einhver skekkja í þessu öllu sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Enginn einn getur breytt þessu upp á sitt einsdæmi, en allir geta þó breytt sínu framlagi til ábyrgðar í þessum efnum, bætt sína neysluhegðun og sparað í leiðinni.

Almennt ættum við að velta betur fyrir okkur hvernig við nýtum okkar matvörur og gera allt sem við getum annað en að henda þeim hugsunarlaust í ruslið. Best er auðvitað að skipuleggja innkaupin vel og kaupa ekki óþarflega mikið.

Afganga af elduðu kjöti og grænmeti má ansi oft nýta í alls kyns pönnu- eða pottrétti, súpur og fleira. Hér hef ég gert tvær slíkar „uppskriftir“ til viðmiðunar sem þið getið teygt og togað í allar áttir eftir efni og aðstæðum hverju sinni. Ég nota oft afganga af stærri steikum í einfalda og mjög fljótgerða rétti á pönnu sem geta vel orðið uppistaðan í bragðgóðum og oft og tíðum mjög lystugum og fallegum mat. Þá er líka um að gera að tæma grænmetisskúffuna og nota það sem fellur til ásamt ýmsum sósum sem oft leynast í ísskápnum.

Lambaréttur í pönnu með eggjum

Lambakjötsafgangar
Laukur
Hvítlaukur
Sellerí
Eldpipar
Grænkál
Worchestershire-sósa
Sriracha chili-sósa
Svartur pipar
Matarolía
Egg

Notið helst pönnu sem má fara inn í ofn, persónulega finnst mér best að nota pottjárnspönnuna mína sem þolir alls kyns meðferð og er laus við teflon og önnur slík efni.
Skerið lauk og hvítlauk eftir smekk, setjið stóra pönnu á meðalhita og mýkið laukana í olíu í nokkrar mínútur, skerið kjötið í bita og bætið í ásamt söxuðu selleríi og eldpipar. Steikið á hægum hita í 3-4 mínútur. Grófsaxið grænkál og bætið í. Smakkið til með Worchestershire og Sriracha sósu, salti og sipar.
Takið af eldavélinni og setjið egg í pönnuna, best að gera holur í réttinn og brjóta eggin í. Hér er líka hægt að færa réttinn úr pönnunni í eldfastan bakka og bæta eggjunum síðan við. Eldið í ofni á 180 °C í nokkrar mínútur, eða þar til eggin eru tilbúin og berið fram með meðlæti að eigin vali. Til dæmis með kartöflusalati úr afgangskartöflum úr ísskápnum.
Kartöflusalat með sýrðum gúrkum og jalapeno

Soðnar kartöflur

Majones
Súrar gúrkur
Laukur
Niðursoðinn jalapeno
Dijon-sinnep
Salt
Pipar

Skerið lauk í teninga og hrærið saman við majonesið, saxið súrar gúrkur og jalapeno og bætið í ásamt sinnepi.
Skrælið og skerið kartöflur í hæfilega bita og blandið saman við, smakkið til með salti og pipar.

Nautaréttur í pönnu með sesam, sojasósu og eggjum

Nautakjöt
Laukur
Fennel
Gulrætur
Sesamfræ
sesamolía
Sojasósa
Teriyaki-sósa
Egg

Skerið nautið í hæfilega bita, saxið lauk og hvítlauk og svitið á pönnu á meðalhita. Skerið fennel og gulrætur smátt og bætið við. Steikið áfram á hægum hita í 5 mínútur og bætið þá kjötinu, sesamolíu og sesamfræjum við. Steikið áfram í 2-3 mínútur og setjið botnfylli af vatni í pönnuna, smakkið til með sojasósu og teriyaki-sósu ásamt pipar. Ath. að sósurnar eru mjög saltar og varist þess vegna að salta réttinn áður en þeim er bætt í! Sjóðið niður í hæfilega þykkt og bætið eggjum í pönnuna og klárið eldunina í ofni á 180 °C í pönnunni, eða í eldföstum bakka. Borið fram með hrísgrjónum og t.d. hvítkálssalati.

Hvítkálssalat með sesamfræjum

Hvítkál
Blaðlaukur
Sesamfræ
Sesamolía
Eplaedik
Salt

Skerið hvíta hlutann af blað- lauknum í strimla og leggið í bleyti í vatn, skerið hvítkál í eins fína strimla og þið getið og setjið í skál. Takið blað-
laukinn úr vatninu og þerrið áður en honum er blandað saman við kálið. Setjið ríkulegt magn af ediki í skálina og blandið ásamt ögn af sesamolíu, salti og sesamfræjum. Þetta salat geymist
vikum saman í loftþéttu íláti í kæli.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...