Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Plöntum trjám á degi jarðar  Markmið er einn milljarður trjáa
Fréttir 20. apríl 2015

Plöntum trjám á degi jarðar Markmið er einn milljarður trjáa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina fjölæra plöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að ná sé íu ndirbúningi nokkuð sem gæti orðið að stærsta grasrótarviðburði í sögunni. Fólk um allan heim er hvatt til að gróðursetja tré þennan dag eða sá fræi og sömuleiðis að taka málstað trjánna og tala fyrir þeim. Hugsunin er sú að við greiðum jörðinni til baka fyrir það sem við höfum þegið af henni.

Fyrirmynd þessarar hugmyndafræði er fengin úr menningu indíána Ameríku. Þar er ævaforn trú og siður að þegar mennirnir taka eitthvað af jörðinni verði þeir að gefa henni eitthvað í staðinn. Á degi jarðar 2015 verður haldinn alþjóðlegur viðburður þar sem greitt verður upp í skuld við jörðina fyrir það sem hún hefur gefið okkur mönnunum.

Markmiðið er að gróðursettur verði eða sáð fyrir að minnsta kosti einum milljarði trjáplantna. Fólk er beðið að setja niður eða sá fyrir plöntu sem þrífst við þau veðurskilyrði sem eru á hverjum stað. Um leið er fólk beðið að hlúa að plöntunni meðan hún er að vaxa upp líkt og við gerum við börnin okkar þegar þau eru að vaxa upp. Hugsum um trén þangað til þau geta séð um sig sjálf.

Að viðburðinum standa samtökin Forest Nation og á vefsíðu samtakanna getur fólk skráð sig til leiks, nafnlaust eða undir nafni, og hvar það hyggist setja niður trjáplöntur eða fræ á miðvikudag. Hirðingjar jarðarinnar, Earth Guardians, hafa gert myndband í samvinnu við tónlistarmanninn A-natural þar sem sungið er um tré. Earth Guardians eru samtök ungmenna sem vilja berjast fyrir verndun jarðarinnar, vatns, lofts og loftslags, til að tryggja heilbrigða, réttláta og sjálfbæra framtíð á jörðinni.
 

Skylt efni: Skógrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...