Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns
Matarkrókurinn 29. mars 2023

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla góða plokkfiskinn og bæta ögn í með því að bæta blaðlauk við klassísku uppskriftina?

Plokkfisk má gera úr hvítum fiski sem losnar auðveldlega í sundur eftir suðu. Í gamla daga voru helst afgangar af soðningunni, þar sem fiskur hafði verið soðinn á beini, nýttir, en núna er algengara að fólk eldi fiskinn fyrir þennan rétt. Algengast er að nota ýsu og þorsk en ekkert er að því að prófa aðrar tegundir, t.d. löngu, sem er algengt að finna í fiskbúðum. Þá er líka sniðug tilbreyting að nota saltfisk, nætursaltaðan fisk eða reykta ýsu. Grunnuppskrift að plokkfiski inniheldur alltaf lauk, kartöflur og hvítan jafning sem nefnist „bechamel“ á útlensku.

Caption

Svo má leika sér með bragðið, að gratinera réttinn í ofni, bæta við kryddi, s.s. karrí o.s.frv.

Við notum ögn af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við fiskinn og kartöflurnar.

Aðferð:

Kljúfið blaðlauk eftir endilöngu og saxið, leggið í vatn og skolið vel til að fjarlægja sand og mold.

Þerrið og skrælið lauk og hvítlauk og saxið. Mýkið allan lauk á hægum hita upp úr matarolíu í nokkrar mínútur. Takið til hliðar.

Bræðið smjör í víðum potti, stráið hveiti yfir og hrærið vel saman. Hellið mjólk saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt. Látið sjóða við væg­ an hita í 20 mínútur og hrærið reglulega í á meðan, þessi sósa brennur mjög hratt við og þarf stöðuga athygli.

Bætið fiski og kartöflum í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. 

Setjið blönduna í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir, setjið í 180° C heitan ofn í 20 mínútur, eða þar til osturinn brúnast. Berið fram með rúgbrauði og smjöri.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...