Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Mynd / VH
Utan úr heimi 16. mars 2023

Plastagnir sýkja sjófugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný meinsemd sem rakin er til plastagna hefur fundist í sjófuglum og lýsir sér sem sár eða ör í meltingarvegi fuglanna.

Opin sár í meltingarveginum auka líkurnar á sýkingum og eitrun af völdum mengandi efna í fæðu fuglanna.

Plastmengun í sjó er gríðarlegt áhyggjuefni og plast nánast orðið hluti af fæðu margra tegunda sjófugla. Að sögn fuglafræðinga á Bretlandseyjum finnast plastagnir í meltingarvegi sjófugla á öllum aldri við strendur landsins.

Agnirnar berast í unga með fæðu sem foreldrarnir færa þeim og særa meltingarvef unganna og gerir þá þróttminni fyrir sýkingum.

Samkvæmt rannsóknum er greinilegt samhengi milli þess hversu mikið af plasti finnst í skít fuglanna og sára í meltingarvegi þeirra. Auk þess sem plastagnirnar valda bólgum og draga úr getu fuglanna til að melta fæðuna og taka upp næringarefni.

Skylt efni: plastagnir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...