Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir horpugull@gmail.com

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Stærð: A (minni)/B (stærri) Efni: Hörpugull (handlitaður einfaldur Þingborgarlopi) 200 gr. / 250 gr. Prjónafesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr. 6.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4.5 og 6, hringprjónar nr. 4.5 og 6 (60-80cm).

Bolur: Fitjið upp 124/136 lykkjur á hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6 og prjónið slétt þar til bolur mælist 44/48 cm (mælið viðkomandi og metið bolsídd).

Ermar: Fitjið upp 36/40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 6 og prjónið slétt. Aukið út um tvær lykkjur undir miðri hendi (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umferð). Endurtakið aukningu með 10 umf. millibili, 8 sinnum þar til lykkjurnar eru orðnar 52/56. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr. 6 um ca miðja ermi. Prjónið þar til ermi mælist 46/50 cm (mælið viðkomandi og metið ermasídd). Gerið seinni ermi eins.

Axlastykki: Sameinið bol og ermar á lengri hringprjón nr. 6. Setjið prjónamerki þar sem ermi og bolur sameinast (þ.e. 4 merki), setjið 4 síðustu lykkjur og 4 fyrstu lykkjur á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 8 l af bol á prjónanælu, þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 44/48 lykkjur, prjónið næstu 54/60 lykkjur af bol og setjið næstu 8 l á prjónanælu. Prjónið seinni ermina við. Prjónið síðan 54/60 lykkjur af bol, þá eru 196/216 lykkjur á prjóninum.

Úrtaka: Laskaúrtaka:Tekið er úr á fjórum stöðum, alltaf þar sem bolur og ermi mætast. 1.umf.: Prjónið þar til 3 l eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa tveggja lykkja. Lyftið 1 l af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 l slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). 2. og 3. umf.: Prjónað slétt yfir allar lykkjur. Þessar þrjár umferðir eru endurteknar þar til 76/80 lykkjur eru eftir á prjóninum (notið styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið perluprjón 10 umf. Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið í volgu sápuvatni og leggið á handklæði til þerris.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...