Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Peysan Agnes
Hannyrðahornið 23. desember 2019

Peysan Agnes

Höfundur: Hanverkskúnst
Drops Sky er dúnmjúkt og létt garn sem stingur ekki. Peysan Agnes er prjónuð ofan frá og niður með gatamynstri á berustykki. Opin útgáfa af peysunni sem og útgáfur í fullorðinsstærð má finna á garnstudio.com. Tilboðsdögum á Alpaca lýkur 31. desember.  
 
Stærðir: 3/4 (5/6) 7/8 (9/10) 11/12 ára
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
- Ljósgallabuxnablár nr 13: 150 (150) 200 (200) 200 g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 og 60 cm, nr 4 – eða sú prjónastærð sem þarf til að 21 lykkja á breidd með sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
Útaukning-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2.
 
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo að ekki myndist gat.
 
Útaukning-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið  uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið uppá prjóninn = aukið út um 2 lykkjur. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúið slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar slétt.
 
Úrtaka (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir = fækkað um 2 lykkjur.
 
Berstykki: Fitjið upp 62 (66) 70 (76) 82 lykkjur, tengið í hring og prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16 (18) 20 (22) 23 lykkjur jafnt yfir umferð SJÁ ÚTAUKNING-1 = 78 (84) 90 (98) 105 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. 
 
Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð, héðan er nú mælt. Í næstu umferð er prjónað eftir mynsturteikningu A.1, (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð) alls 13 (14) 15 (14) 15 sinnum í umferð. Þegar mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð eru 208 (224) 240 (252) 270 lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð er aukið út um 4 (4) 2 (2) 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 212 (228) 242 (254) 274 lykkjur.
Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (15) 16 (17) 18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, prjónið 62 (66) 70 (74) 75 lykkjur (= framstykki), setjið síðustu 44 (48) 51 (53) 62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 lykkjur undir ermi.
 
Fram- og bakstykki: Nú eru 136 (144) 152 (160) 162 lykkjur í umferð. Héðan er nú mælt. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli lykkjanna 6 sem fitjaðar voru upp. Prjónið slétt í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá útaukning-2. Endurtakið útaukningu með 3 (4½) 5½ (6½) 7½ cm millibili alls 3 sinnum = 148 (156) 164 (172) 174 lykkjur í umferð. Prjónið slétt þar til stykkið mælist ca 15 (17) 20 (23) 26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm til loka). Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið laust af.
 
Ermi: Setjið til af bandi á yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna nr 4, prjónið upp 1 nýja lykkju í lykkjurnar 6 sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50 (54) 57 (59) 68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið slétt í hring þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Sjá úrtaka. Prjónið áfram slétt og endurtakið úrtöku með 4 (4) 4 (4) 3½ cm millibili alls 5 (6) 7 (8) 10 sinnum = 40 (42) 43 (43) 48 lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt þar til ermin mælist 23 (28) 31 (35) 38 cm. Prjónið garðaprjón 2 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina alveg eins.
 
Gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst.
www.garn.is
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...