Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Perlur
Hannyrðahornið 27. júlí 2015

Perlur

Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Þessi þægilega peysa á þau yngstu er prjónuð úr Baby Star garninu sem er sjálfmunstrandi og kemur fallega út í barnaflíkur og teppi. Garnið er til í 11 fallegum litum hjá okkur og einnig í netversluninni, www.garn.is. 
 
Stærð:
6-9 (12-18) 24 mánaða
 
Garn:
Kartopu Baby Star: 2 (2) 2 dokkur
 
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm nr 3,5
 
Prjónfesta:
22 lykkjur = 10 sm
 
Yfirvídd:
56 (60) 66 sm
 
Ermalengd: 
19 (21) 24 sm 
 
Sídd: 26 (31) 34 sm
 
Perluprjón: 
Umferð 1: *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin* endurtakið *-* út umferðina 
Umferð 2: *1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt* endurtakið *-* út umferðina 
endurtakið umferð 1 og 2
 
Aðferð: Peysan er prjónuð fram og til baka.
Bak- og framstykki: Fitjið upp 123 (131) 145 lykkjur og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 16 (20) 25 sm. Fellið af fyrir handvegi; prjónið 29 (31) 34 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 57 (61) 69 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 29 (31) 34 lykkjur. Nú er bak- og framstykki prjónuð sér.
 
Bak: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 10 (11) 12 sm. Setjið 19 (19) 21 lykkjur fyrir miðju á þráð/nælu. Geymið stykkið.
 
Framstykki: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 6 (7) 8 sm. Fellið af í hálsmáli 4,3,2,1 lykkjur í annarri hverri umferð. Prjónið áfram þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.
Lykkið saman axlir eða fellið af með þremur prjónum.
 
Ermar: Fitjið upp 34 (34) 36 lykkjur, tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón auk en aukið út um 1 lykkju sitthvorum megin við prjónamerki í 6 hverri umferð alls  4 (6) 7 sinnum = 42 (46) 50 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram slétt prjón þar til ermin mælist um það bil 19 (21) 24 sm. Fellið af fyrir handvegi undir miðri ermi 4 lykkjur. Ermin er nú prjónuð áfram fram og til baka og fellt af fyrir ermakúpul. Fellið af á hvorri hlið: 2 lykkjur 2 (2) 2 sinnum, 1 lykkja 3 (4) 5 sinnum, 3 lykkjur 2 (3) 3 sinnum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru.
 
Listi á framstykki: Takið upp um það bil 54-66 lykkjur og prjónið 6 umferðir perluprjón. Munið eftir að gera 3 hnappagöt á hægri lista fyrir stelpu og vinstri lista fyrir strák.
 
Kragi: Takið upp um það bil 52-62 lykkjur og prjónið 22 umferðir perluprjón. Fellið af og brjótið kragann niður.
 
Prjónakveðja, Guðrún María Guðmundsdóttir
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...