Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pampa frá landi tuðrusnillinga
Á faglegum nótum 23. apríl 2018

Pampa frá landi tuðrusnillinga

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það hafa víða verið smíðaðar dráttarvélar í gegnum tíðina og Argentína er þar engin undantekning. Íslendingar eru þó trúlega uppteknari við það í dag að landslið Argentínu í knattspyrnu verður fyrsti mótherji mörlandans í heims­meistaramótinu sem fram fer í Rússlandi í júní.

Aðal skytta Argentínu er knattspyrnusnillingurinn Lionel Andrés Messi Cuccittini. Ekki er vitað til að hans fjölskylda hafi verið viðriðin dráttarvélasmíði, en mögulega hefur faðir hans og örugglega afi þekkt þá merku dráttarvélategund Pampa. Þessi tegund var smíðuð í bænum Cordoba í Argentínu af flug- og sjóiðnaðarverksmiðju ríkisins (Industrias Aeronáuticas y Mecánicas del Estado - I.A.M.E.) Verksmiðjan var stofnuð árið 1952 upp úr flugiðnaðarstofnun Argentínu (Institute Aerotecnica). Var verksmiðjan sérstaklega sett á fót til að framleiða dráttarvélar og mótorhjól. Var fengið leyfi til að framleiða eftirmynd hinna þýsku Lanz Bulldog traktora.


Byrjað var að framleiða dráttarvélar í verksmiðjunni undir nafninu Papa T01 árið 1952 og voru þær framleiddar með sama sniði til 1955. Árið 1955 var svo hafin framleiðsla á Pampa T02 og var hún framleidd til 1956. Það var dráttarvél með 60 hestafla (45kW) mótor.

Fyrirtækið skipti síðar um nafn og hét þá Dirección Nacional de Fabricaciones e Investigaciones Aero­náutica (D.I.N.F.I.A.), eða Flug- og sjó­rannsókna­r­stofnun landsins.

Árið 1959 keypti ítalski bíla- og dráttarvéla­fram­leiðandinn Fíat fyrirtækið og fékk það þá nafnið Fábrica de Tractores FIAT-Concord. Var þá hafin framleiðsla á Fiat-Concord dráttar­vélum samkvæmt leyfi frá móðurfélaginu Fiat.

Árið 1961 urðu enn tíðindi í dráttarvéla­framleiðslu­sögu Argentínu þegar vélafram­leiðandinn Perkins keypti verksmiðjuna. Í kjölfarið var hætt að framleiða þar dráttarvélar árið 1963. 

Eflaust hefur gamla Pampa vélin verið mikill kjörgripur fyrir argentínska bændur. Öflug var hún á þess tíma mælikvarða með öll sín 60 hestöfl undir húddlokinu. Eitt helsta einkenni þessara véla var stórt svinghjól á hlið þeirra. Engum sögum fer af því að þurft hafi að sparka þeim í gang, enda Argentínumenn trúlega betri í því að sparka tuðrum í mark andstæðinga sinna. Við verðum svo bara að vona að snillingurinn Messi gleymi skotskónum sínum heima þegar hann mætir Íslendingum í sumar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...