Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Páll Sigurðsson, nýr skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar. Hann tekur við starfinu um áramótin. Hann verður með skrifstofu á Selfossi.
Mynd / Linn Bergbrant
Líf og starf 11. janúar 2023

Páll ráðinn í starf skipulagsfulltrúa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Páll Sigurðsson skógfræðingur var nýlega ráðinn úr hópi 19 umsækjenda í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni.

„Það er margt á döfinni í skógræktarmálum núna og vonandi tekst mér vel að halda því við og þróa sem mér er trúað fyrir. Starfið felst m.a. í umsögnum um skógrækt í skipulagsmálum, leiðbeiningum og aðstoð við sveitarfélög og aðra í þeim málum. Nú og svo stendur fyrir dyrum að vinna landshlutaáætlanir í skógrækt og endurskoða gæðaviðmið í skógrækt. Ég hlakka til að takast á hendur krefjandi og skemmtilegt starf,“ segir hann.

Páll er í doktorsnámi við Land- búnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið.

Námið í Rússlandi

„Ég lærði skógfræðina við gamlan og gróinn skóla norður í Arkangelsk. Timbrið og skógurinn spila stórt hlutverk þar, t.d. voru gangstéttirnar í heilu hverfunum úr tréplönkum, nokkurs konar trébrýr. Stundum sleipar í rigningu, en mjúkt undir fót,“ segir Páll aðspurður um námið í Rússlandi.

Hann segir gott að tileinka sér fagþekkinguna í landi þar sem er löng og rík hefð fyrir nýtingu, iðnaði og sambúð við skóg. Allt sé þetta okkur Íslendingum kannski fjarlægt á vissan hátt.

„Maður þarf líka að máta það við veruleikann hér á landi. Við erum að fást við öðruvísi aðstæður og vandamál hér. Markmiðin og leiðirnar að þeim eru þess vegna aðrar. Þannig að það er nú ekki síður margt sem maður lærir af því að vinna í skógrækt hérna heima, en maður lærir í skólum erlendis.“

Páll bjó í áratug í Arkangelsk en kom heim fyrir sjö árum og býr núna í Sandvíkurhreppi hinum forna í Árborg, þaðan sem hann er ættaður. „Ég hugsa með hlýju til þessa tíma úti og alls fólksins sem ég kynntist. En það hefur verið óskemmtilegt að fylgjast með fréttum undanfarið tæpt ár,“ segir Páll.

Skylt efni: Skógrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...