Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í gróðurhúsum án upphitunar bjóðast margir möguleikar í matjurtarækt.
Í gróðurhúsum án upphitunar bjóðast margir möguleikar í matjurtarækt.
Á faglegum nótum 17. júlí 2023

Óupphituð gróðurhús: Aukin ánægja af matjurtaræktinni

Höfundur: Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu

Það hefur færst töluvert í vöxt að garðeigendur komi sér upp litlum gróðurhúsum í garðinum.

Einn valkosturinn og sá ódýrasti er að hafa húsin óupphituð, en þá sér sólin ein um að halda uppi hitanum en eigandinn þarf aðallega að fylgjast með að hitastigið haldist nægilega lágt á löngum, björtum sumardögum sem við höfum að vísu ekki öll fengið að njóta í sumar.

Síðsumarræktun í köldum húsum

Í gróðurhúsum án upphitunar bjóðast margir möguleikar í matjurtarækt. Þar getum við búist við mun lengri vaxtartíma en utanhúss. Því er enn hægt að koma margs konar ræktun af stað. Flestar salattegundir eru nógu fljótvaxnar til að ná ágætum þroska síðla sumars og í haust í köldu húsunum. Næpur og hnúðkál ná líka góðum þroska þótt sáð sé til þeirra núna og sjálfsagt er að gróðursetja kryddjurtir þar ef þær eru ekki komnar í matjurtagarðinn nú þegar. Það getur verið erfiðleikum bundið fyrri hluta sumars að rækta þær tegundir matjurta sem hafa tilhneigingu til að blómstra of snemma. Dæmi um slíkar tegundir eru klettasalat (rucola), blaðkál (Pak Choy), Mizunakál og fleiri fljótvaxnar tegundir, einkum af krossblómaætt. Spínati hættir líka til að blómstra áður en það hefur myndað nægilega mörg lauf ef sáð er of snemma. Nú þegar dagurinn styttist hægt og rólega í báða enda minnkar þessi vandi, því hér erum við að ræða um svo kallaðar skammdegistegundir.

Fljótvaxið og kuldaþolið grænmeti

Þessar tegundir eru flestar fljótvaxnar og ætti að vera hægt að sá til þeirra í óupphituðum gróðurhúsum og búast við góðri uppskeru undir haustið. Vöxtur þeirra helst góður fram eftir septembermánuði og jafnvel fram í miðjan október en þá er bæði orðið heldur kalt fyrir þær og orkugjafinn, sólin, ekki jafn öflugur. Þess vegna ætti að fylgjast vel með þrifum plantnanna þegar á líður og taka uppskeruna áður en hætta er á skemmdum.

Gæta þarf að vökvun og áburðargjöf, meindýrum og illgresi eins og í allri ræktun og mikilvægt er að hafa góða loftun, til dæmis með stórum opnanlegum gluggum á báðum göflum.

Notagildi húsanna að vetri

Að lokinni uppskeru er hægt að nota húsin til ýmiss konar gagns. Nærtækast er að nefna yfirvetrun fjölærra plantna sem þar hafa vaxið, einnig vetrargeymslu viðkvæmari garðplantna í blómakerjum.

Það er líka ágætis leið til að auka notagildi kalda garðgróðurhússins með því að rækta hvítlauk að uppskeru lokinni. Notuð eru væn hvítlauksrif án sýnilegra sýkinga. Þau eru sett niður nokkuð þétt í raðir með t.d. 10X10 cm millibili og í fárra sentimetra dýpt. Rifin mynda fljótt rætur og e.t.v. nokkur smá lauf. Þau leggjast síðan í vetrardvala og hefja aftur vöxt þegar hlýna fer í húsinu næsta vor. Að einu ári liðnu frá niðursetningu er hægt að taka upp fallegan, ferskan hvítlauk, sem er hægt að nota strax eða geyma til vetrarforða.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...