Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að mikið ósam­ræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðarvörum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann hafi nýverið fundað með bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um málið.

„Fjármálaráðherra samþykkti á fundinum að skipa starfshóp til að skoða þetta ósamræmi á grundvelli innflutningstalna Hagstofu Íslands og útflutningstalna Evrópusambandsins til Íslands.

Bændasamtökin áttu síðar fund með utanríkisráðherra um sama mál og vorum við einnig að velta fyrir okkur stöðunni gagnvart samningum við Breta og útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Ef gerður yrði tollasamningur við Breta yrði hann að byggja á einhverjum magntölum en við vitum ekki hvert það yrði þá á grundvelli magntalna Hagstofunnar eða tölum frá Evrópusambandinu. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að komast að því hvaða tölur eru réttar ef það á að fara að gera einhverja samninga um millilandaviðskipti.“

Gunnar segist ekki vita hver staðan er hjá starfshópi fjármálaráðuneytisins en vonast til að hann sé farinn að skoða málið því munurinn í magntölum sumra vöruflokka sé gríðarlega mikill.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...