Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Mynd / Bbl
Fréttir 20. október 2020

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta.

Greint var frá þessu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

„Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...