Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Utan úr heimi 13. júní 2023

Örverur lykillinn að bindingu kolefnis í jarðvegi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örverur eru langmikilvægasti þátturinn í að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var 24. maí í tímaritinu Nature.

Í grein á vef bandaríska Cornell-háskólans segir að rannsóknin veiti mjög mikilvægar vísbendingar með tilliti til loftslagsbreytinga og bætts jarðvegsheilbrigðis, fyrir m.a. landbúnað og matvælaframleiðslu. Rannsóknin sé hin fyrsta sem mæli hlutfallslegt mikilvægi örveruferla í kolefnishringrás jarðvegs.

Rannsóknin, „Microbial Carbon Use Efficiency Promotes Global Soil Carbon Storage“, setji fram nýja nálgun til að skilja betur gangverk jarðvegskolefnis, með því að keyra saman örverutölvulíkön, gagnaaðlögunarkerfi og vélanám til að greina umfangsmikil gögn sem tengjast kolefnishringrásinni.

Niðurstöðurnar séu einkar forvitnilegar m.a. í tengslum við búskaparhætti og aukið fæðuöryggi. Rannsakendur komust að því að geta örvera til að geyma kolefni í jarðvegi er hið minnsta fjórfalt mikilvægari en nokkurt annað ferli, þar á meðal niðurbrot lífefna. Þetta séu markverðar upplýsingar því jarðvegur jarðarinnar geymi þrefalt meira kolefni en andrúmsloftið. Mæld var skilvirkni kolefnisnotkunar örvera, sem segi annars vegar til um það magn kolefnis sem notað var af örverum til vaxtar og hins vegar hversu mikið var notað til efnaskipta. Þegar kolefni sé notað til vaxtar bindi örverur það í frumum og að lokum í jarðvegi. Notað til efnaskipta losni kolefni sem aukaafurð í andrúmslofti sem koltvísýringur, þar sem það virki sem gróðurhúsalofttegund. Rannsóknin sýni að vöxtur örvera sé mikilvægari en efnaskipti til að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi.

Segir í frétt Cornell-háskóla að kolefnisvirkni jarðvegs hafi verið rannsökuð síðustu tvær aldir, en þær rannsóknir aðallega snúist um hversu mikið kolefni berist í jarðveg úr plöntuleifum og rótum og hversu mikið tapist út í andrúmsloftið í formi CO2 þegar lífrænt efni brotnar niður.

Skylt efni: jarðvegsrannsóknir

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...