Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Utan úr heimi 13. júní 2023

Örverur lykillinn að bindingu kolefnis í jarðvegi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örverur eru langmikilvægasti þátturinn í að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var 24. maí í tímaritinu Nature.

Í grein á vef bandaríska Cornell-háskólans segir að rannsóknin veiti mjög mikilvægar vísbendingar með tilliti til loftslagsbreytinga og bætts jarðvegsheilbrigðis, fyrir m.a. landbúnað og matvælaframleiðslu. Rannsóknin sé hin fyrsta sem mæli hlutfallslegt mikilvægi örveruferla í kolefnishringrás jarðvegs.

Rannsóknin, „Microbial Carbon Use Efficiency Promotes Global Soil Carbon Storage“, setji fram nýja nálgun til að skilja betur gangverk jarðvegskolefnis, með því að keyra saman örverutölvulíkön, gagnaaðlögunarkerfi og vélanám til að greina umfangsmikil gögn sem tengjast kolefnishringrásinni.

Niðurstöðurnar séu einkar forvitnilegar m.a. í tengslum við búskaparhætti og aukið fæðuöryggi. Rannsakendur komust að því að geta örvera til að geyma kolefni í jarðvegi er hið minnsta fjórfalt mikilvægari en nokkurt annað ferli, þar á meðal niðurbrot lífefna. Þetta séu markverðar upplýsingar því jarðvegur jarðarinnar geymi þrefalt meira kolefni en andrúmsloftið. Mæld var skilvirkni kolefnisnotkunar örvera, sem segi annars vegar til um það magn kolefnis sem notað var af örverum til vaxtar og hins vegar hversu mikið var notað til efnaskipta. Þegar kolefni sé notað til vaxtar bindi örverur það í frumum og að lokum í jarðvegi. Notað til efnaskipta losni kolefni sem aukaafurð í andrúmslofti sem koltvísýringur, þar sem það virki sem gróðurhúsalofttegund. Rannsóknin sýni að vöxtur örvera sé mikilvægari en efnaskipti til að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi.

Segir í frétt Cornell-háskóla að kolefnisvirkni jarðvegs hafi verið rannsökuð síðustu tvær aldir, en þær rannsóknir aðallega snúist um hversu mikið kolefni berist í jarðveg úr plöntuleifum og rótum og hversu mikið tapist út í andrúmsloftið í formi CO2 þegar lífrænt efni brotnar niður.

Skylt efni: jarðvegsrannsóknir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...